Ævintýrasigling með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. október 2018 15:00 Róið á Flóaáveitunni. Ræsið er á heimreiðinni að Brúnastöðum, þar sem Guðni er fæddur og uppalinn. Stöð 2/Einar Árnason. Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum: Flóahreppur Um land allt Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Flóaáveitan hafði afgerandi áhrif á það að Selfoss byggðist upp sem höfuðstaður Suðurlands. Þetta segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld, enda fylgdi þessari miklu áveituframkvæmd bæði stofnun Mjólkurbús Flóamanna og Kaupfélags Árnesinga. „Flóaáveitan er auðvitað mesta framkvæmd Íslandssögunnar, allavega í landbúnaði, og markaði tímamót,“ segir Guðni. Í þættinum er róið með Guðna um aðalskurð Flóaáveitunnar. Flóaáveitan er viðamikið skurðakerfi, yfir þrjúhundruð kílómetra langt. Vatnið er leitt úr Hvítá um flóðgátt á Brúnastaðaflötum, á æskuslóðum Guðna, en áveitan var grafin á árunum 1922 til 1927. „Selfoss reis. Þetta er eins og í ævintýrinu um Þyrnirós. Allt fór í gang. Vegir voru lagðir, peningar urðu til. Kýrnar fóru að mjólka og þeim fjölgaði. Mjólkurbú var reist. Kaupfélag tók til starfa. Það fylgdi þessu alveg gríðarlegt afl og áræði,“ segir Guðni. Margrét Jónsdóttir og Hildur Hákonardóttir í gamla samkomuhúsinu í Þingborg, sem reist var eftir að peningarnir tóku að streyma inn í sveitina vegna Flóaáveitunnar.Stöð 2/Einar Árnason.Til að lýsa sögu áveitunnar og áhrifum hennar á sunnlenskar sveitir er ennfremur rætt við Guðmund Stefánsson úr Hraungerði, umsjónarmann Flóaáveitunnar, Hildi Hákonardóttur, rithöfund og fyrrverandi forstöðumann Byggðasafns Árnesinga, Margréti Jónsdóttur, bónda og ullarvörukaupmann, og Lýð Pálsson, forstöðumann Byggðasafns Árnesinga. Þátturinn hefst klukkan 19.25. Hér má sjá brot úr þættinum:
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira