Aðgerðir vegna samskiptavanda hjá HA Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. október 2018 06:00 Fréttablaðið/Pjetur Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samskiptavandi á hug- og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri leiddi til þess að forseti sviðsins var færður til í starfi. Sérstakt teymi endurskipuleggur nú starf sviðsins. Af fundargerðum háskólaráðs HA sést að vandinn hefur verið til umfjöllunar í hátt á annað ár. Forseti sviðsins, Lars Gunnar Lundsten sem kom til starfa frá Finnlandi 2016, var færður til í starfi og er nú forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna. Mjög skiptar skoðanir hafa verið um framtíð og skipulag lagadeildarinnar. Til dæmis voru allir starfsmenn og háskólaráð að auki andvíg áformum Lars um að hætta innritun nýrra nemenda í lögfræði tímabundið. Umgjörð og skipulag lögreglufræða hefur verið deiluefni og dæmi eru um að starfsfólk hafi hætt vegna þessa og aðrir starfsmenn sviðsins hafi tekið veikindaleyfi vegna starfstengds andlegs álags. Þá er því lýst í bókun í fundargerð háskólaráðs að konur hafi neikvæða upplifun af afgreiðslu mála innan HA og stjórnendur vanræki að afgreiða umkvartanir þeirra. Þess háttar afgreiðsla sé „allt of algeng þegar kemur að framkomu og málsmeðferð gagnvart konum innan skólans“. Leitaði rektor til ráðgjafarfyrirtækisins Strategíu sem vann úttekt á samskiptamálum sviðsins. Tóku ráðgjafar fyrirtækisins viðtöl við flesta starfsmenn sviðsins og var skýrsla þeirra kynnt í háskólaráði 22. mars. „Við erum að reyna að takast á við þetta innan frá hjá okkur,“ segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA. „Svo eru ýmis mál, mörg hver mjög gömul, sem hafa aldrei verið útkljáð innan sviðsins og ég gerði mér grein fyrir því þegar ég fékk skýrslu Strategíu í hendur að það þyrfti að ganga í að leysa þau mál.“ Í kjölfar greiningar Strategíu, var ákveðið að ráða tímabundið forstöðumann breytinga og umbóta auk þess sem sérfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík er til stuðnings og ráðgjafar. Nýi forstöðumaðurinn starfar við hlið stafandi sviðsforseta, Önnu Ólafsdóttur prófessors. Eyjólfur kveðst á þessari stundu ekki geta sagt til um kostnað við hið nýja stöðugildi og aðkeypta ráðgjöf vegna málsins. „En ég held að þetta sé fjárfesting sem mun skila sér margfalt þegar niðurstaða liggur fyrir,“ segir rektor.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira