Erlent

Ítalía braut á rétti transkonu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mannréttindadómstóll Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu. Vísir/EPA
Sú framkvæmd ítalskra stjórnvalda að meina transkonu að breyta nafni sínu áður en kynleiðréttingarferli lauk fól í sér brot gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu.

Konan hóf leiðréttingarferlið í maí 2001. Hún var þá skráð maður og bar karlmannsnafn. Samkvæmt lögum á Ítalíu gat hún ekki breytt nafni sínu fyrr en hún hafði fengið það ástimplað af stjórnvöldum að ferlinu væri lokið. Það var því ekki gert fyrr en í október 2003 en í millitíðinni hafði hún sótt um að breyta nafni sínu. Dómarar töldu einróma að það væri brot á 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um verndun friðhelgi einkalífs og fjölskyldu. – jóe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×