Hið ómögulega Anna Lísa Björnsdóttir skrifar 15. október 2018 10:00 Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi er í dag, 15. október. Gleym mér ei styrktarfélag hefur staðið fyrir minningarstund á hverju ári síðastliðin sjö ár. Þetta árið höldum við minningarstundir í Guðríðarkirkju og Glerárkirkju kl. 20. Að venju verður hægt að tendra ljós fyrir litlu börnin okkar og eiga fallegar stundir. Gleym mér ei styrktarfélag var stofnað haustið 2013 af undirritaðri, Þórunni Pálsdóttur og Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Sameiginleg reynsla okkar af missi á meðgöngu færði okkur saman. Missir á meðgöngu er oft einangrandi fyrir foreldra og nánustu aðstandendur – þessi sorg er oft erfið þeim sem ekki tengdust barninu á sama hátt og foreldrarnir, en langar til að veita foreldrum tilfinningalegan stuðning. Það er til orð yfir börn sem missa foreldra, maka sem missa maka, en það er ekkert orð sem lýsir þeim sársauka að missa barn. Lin-Manuel Miranda notar orðið „ómögulegt“ (The unimaginable) þegar hann skrifar lag um sorg foreldra eftir barnsmissi í söngleik sínum. Það er ómögulegt að setja sig í spor foreldra sem lifa börnin sín.Gefa okkur tækifæri Gleym mér ei hefur síðan haustið 2017 gefið foreldrum sem missa börn á meðgöngu eða skömmu eftir fæðingu minningarkassa. Þótt skrefin heim, tómhent af fæðingardeildunum, verði óendanlega þungbær hafa minningarkassarnir verið dýrmætir fyrir foreldra og systkini. Foreldrar syrgja barnið sitt út lífið og eins mikið og við í Gleym mér ei vildum óska að það væri ekki þörf fyrir okkar félag, erum við afar þakklát fyrir þann stuðning sem við höfum hvert af öðru. Stuðningshóparnir okkar og minningarstundir gefa okkur tækifæri til að minnast barnanna okkar og njóta samvista við aðra foreldra með þessa þungbæru reynslu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar