Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. október 2018 20:26 Frá fundi Pírata í dag. Vísir/Sigurjón Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“ Braggamálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar mun njóta aðstoðar utanaðkomandi sérfræðinga við úttekt sína á endurgerð braggans í Nauthólsvík. Oddviti Pírata í borgarstjórn segir Vigdísi Hauksdóttur hafa afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Píratar komu saman í höfuðstöðvum flokksins í dag til að ræða framúrkeyrslu Reykjavíkurborgar við endurbætur á bragganum við Nauthólsveg. Eins og fram hefur komið hljóðaði upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins upp á 158 milljónir en kostnaðurinn við framkvæmdina nemur nú rúmlega 415 milljónum og verkinu er enn ekki lokið. Glögglega mátti heyra að grasrót Pírata hefur haft þungar áhyggjur af framvindu málsins. Til að mynda voru ekki allir Píratar á eitt sáttir með að innri endurskoðun borgarinnar hafi verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans - en ekki utanaðkomandi aðili, eins og borgarfulltrúinn Vigdís Hauksdóttir hefur til að mynda talað fyrir. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, segir misskilnings gæta í umræðunni um meint vanhæfi innri endurskoðunar. „Ég bara verð að segja það að innri endurskoðun er óháður aðili. Hún fylgir stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir, sem eru alþjóðlegir staðlar og mjög strangir. Verkreglur inn endurskoðunar fylgja þessum stöðlum til að tryggja að stofnunin sé óháð,“ segir Dóra. Hún gagnrýnir stjórnmálamenn eins og Vigdísi Hauksdóttur fyrir að bera brigður á innri endurskoðun. „Að vera að valda einhverju pólitísku fjaðrafoki og ekki hafa það fyrir sér að vilja leita svara í þessum máli. Vegna þess að þessi stofnun er óháð. Hún er stofnunin sem mun gefa okkur svörin og við teljum það tiltölulega skaðlegt að vera að grafa undan aðal eftirlitsstofnun borgarinnar á þennan hátt. Ég veit það að innri endurskoðun mun fá aðstoð utanaðkomandi aðila við verkið. Við erum búin að kynna okkur vel hvað innri endurskoðun er. Við byggðum okkar ákvörðun á gögnum. Innri endurskoðun er óháð og við treystum henni fullkomlega.“
Braggamálið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira