Brunson kominn aftur til Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2018 19:42 Brunson biður fyrir Trump í Hvíta húsinu. AP/Jacquelyn Martin Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Presturinn Andrew Brunson er nú kominn heim til Bandaríkjanna eftir að hafa varið tæpur tveimur árum í haldi Tyrkja. Hann var handtekinn og sakaður um njósnir og stuðning við hryðjuverkasamtök. Hann var svo sakfelldur í gær og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Brunson var hins vegar sleppt strax og sagði dómarinn að ástæðan væri sú að hann hefði þegar verið svo lengi í haldi. Við komuna til Bandaríkjanna í dag fór Brunson á fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu. Hann þakkaði Trump fyrir og sagði forsetann hafa barist fyrir því að ná honum úr haldi. Yfirvöld Tyrklands hafa verið sökuð um að búa til ákærurnar gegn Brunson og um að hafa í raun haldið honum í gíslingu. Tyrkir höfðu lýst því yfir að þeir myndu skipta á Brunson og klerkinum Fethullah Gulen, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Tyrkir hafa sakað Gulen um að skipuleggja valdarán í Tyrklandi fyrir tveimur árum og hafa farið fram á að hann verði framseldur. Bandaríkin hafa hins vegar ekki viljað gera það án sannanna. Trump sagði ríkisstjórn sína hafa staðið í erfiðum samningaviðræðum um langt skeið og bætti við að Bandaríkin borgi ekki lausnargjald. Brunson bað Guð um að gefa Trump „ofurmannlega visku“ og eiginkona hans bætti við bænina. Trump þakkaði þeim fyrir bænina, sneri sér að eiginkonu Brunson og spurði hana hvern hún hefði kosið í forsetakosningunum 2016. Samband Bandaríkjanna og Tyrklands hefur beðið hnekki á undanförnum árum og má að mörgu leyti tekja það til handtöku og fangelsunar Brunson. Ríkisstjórn Trump hefur beitt Tyrki viðskiptaþvingunum og tollum vegna Brunson og ýtti það undir efnahagsóstöðugleika þar í landi í sumar.Pastor Brunson kneels and prays with Trump.After the prayer, Trump says, "Can I ask you one question? Who did you vote for?" (via Fox) pic.twitter.com/85dlXShHFk— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira