Heildarbragurinn á íslenska liðinu allt annar í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 13. október 2018 08:45 Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti afbragðs leik gegn Frökkum bæði í vörn og sókn. Ólafur Kristjánsson segir hann og Alfreð Finnbogason vera meðal lykilmanna í góðum varnarleik hjá liðinu. Vísir/Getty Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira