Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2018 10:45 Donald Trump og Kanye West á fundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. AP/Evan Vucci Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Kanye hélt tíu mínútna einræðu þar sem hann fór vægast sagt um víðan völl. Einfaldast er að lýsa einræðu tónlistarmannsins sem þvælu, þar sem hann fór úr einu í annað og var nánast óskiljanlegur. Rolling Stone tímaritið lýsir fundi þeirra tveggja sem klikkaðasta fundi Hvíta hússins. Virtist ræða Kanye gera Trump sjálfan orðlausan.Meðal þess sem Kanye talaði um var að hann hefði verið ranggreindur með geðhvörf og hefði í rauninni ekki sofið nóg þegar hann var greindur. Þá varð hann fyrsti aðilinn sem vitað er til að hafi notað orðið „motherfucker“ í skrifstofu forseta Bandaríkjanna.Kanye West vekur athygli hvert sem hann fer.Vísir/GettyUndarlegt tal um morðingja og þrælahald Kanye var boðið í Hvíta húsið til að ræða breytingar í fangelsismálum Bandaríkjanna, ofbeldi í Chicago og fleiri málefni. Hann byrjaði á að tala um að ná glæpamanninum Larry Hoover úr fangelsi. Hoover, sem leiddi glæpasamtök í Chicago, var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð. Kanye sagði hins vegar að hann hefði verið sendur í fangelsi vegna þess að Hoover hefði stuðlað að jákvæðum breytingum í samfélagi sínu. Hann sagði einnig að þrettánda ákvæði stjórnarskrárinnar, sem bannar þrælahald í Bandaríkjunum, væri „fallhleri“ og gagnrýndi það harðlega. Á milli þess sem Kanye talaði um ranggreiningu sína virðist hann hafa sagt að hann sé með einstaklega háa greindarvísitölu. Hann tilheyri þeim 25 prósentum jarðarbúa sem geti lesið átta tölur afturábak hraðast. Í framhaldinu kom hann inn á hvernig hægt væri að bæta iðnað í Bandaríkjunum.Melania og Donald Trump stíga út úr flugvél forsetans.Vísir/GettyForsetinn verði að hafa flottustu flugvélina Þá tók Kanye upp síma sinn og sýndi Trump mynd af flugvél gengur fyrir vetni og sagði Kanye að þetta ætti að verða nýjasta forsetaflugvél Bandaríkjanna. Kanye sagði að Apple ætlaði að þróa flugvélina. „Þetta hér er iPlane 1. Þetta er það sem forsetinn okkar á að fljúga í,“ sagði Kanye. Þá gaf hann í skyn að Saturday Night Live, sjónvarpsþátturinn, og Demókratar þyrftu að bæta ímynd Trump. „Ef hann lítur ekki vel út, lítum við ekki vel út. Þetta er forsetinn okkar. Hann verður að vera ferskastur, flottastur og hafa flottustu flugvélarnar. Síðar vék Kanye máli sínu að eigin frásagnarstíl og sagði að blaðamennirnir hefðu verið að „smakka fínt vín með mismunandi bragðtegundum. Þið þurfið að spila fjögurra vídda skák við mig. Þetta er flókið.“Hér að neðan má sjá myndband frá fundi Kanye og Trump. Einræða Kanye hefst eftir rúma mínútu.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira