Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. október 2018 07:15 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynntu kröfugerð SGS á miðvikudaginn. Verði af samfloti við VR myndi það ná til um 100 þúsund félagsmanna. Fréttablaðið/Ernir „Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
„Miðað við kröfugerð Starfsgreinasambandsins finnst mér líkurnar á samfloti hafa aukist til mikilla muna. Ég sé mikinn samhljóm milli okkar og ekki nein efnisleg atriði sem við myndum setja okkur upp á móti,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stjórn VR hefur samþykkt kröfugerð félagsins en hún var í gær kynnt fyrir fulltrúum VR á þingi ASÍ sem fram fer eftir um tvær vikur. Ragnar Þór hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti fyrsta varaforseta ASÍ á þinginu. „Ég vonast til að þingið marki tímamót og það verði dregið strik í sandinn varðandi þau átök sem verið hafa innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig getum við einbeitt okkur að því að fara að vinna saman.“ Kröfugerð VR verður lögð fram til formlegrar samþykktar hjá trúnaðarráði félagsins næstkomandi mánudagskvöld. „Það hafa aldrei jafn margir komið að kröfugerð félagsins. Um 3.700 félagsmenn svöruðu könnun og svo var um 120 manna hópur í baklandinu sem vann úr þeim niðurstöðum.“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, segir samflot með VR algjört lykilatriði til þess að árangur náist í komandi kjaraviðræðum. „Ég er ánægð með að við náðum að móta svona kröftuga kröfugerð og leyfi mér að vera bjartsýn á framhaldið því þetta eru eðlilegar og sanngjarnar kröfur. Félagsmenn hafa lýst yfir mikilli gleði og ánægju með kröfugerðina.“ Hún segir að samninganefnd SGS muni hitta Samtök atvinnulífsins í næstu viku til að kynna þeim kröfugerðina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir að sér sýnist kröfugerð SGS ekki taka mið af þeim launahækkunum sem orðið hafa á síðustu árum. „Það eyðist sem af er tekið. Laun hafa hækkað um 30 prósent og lægstu laun um 40 prósent á gildistíma núverandi samnings. Þetta hefur skilað sér í 25 prósenta aukningu kaupmáttar.“ Geta fyrirtækja til að standa undir launahækkunum sé nú minni en hún var þegar síðasti kjarasamningur var gerður. „Kröfugerðir verða að taka mið af efnahagslegum raunveruleika. Það gerir kröfugerð SGS ekki.“ Halldór bendir þó á að ýmislegt fleira sé að finna í kröfugerðinni. „Það eru fjölmargir fletir á þessu sem við munum ræða. Ég hef nefnt húsnæðismarkaðinn en einnig styttingu heildarvinnutíma og aukinn sveigjanleika. Það er jákvætt að bæði SA og SGS leggi áherslu á þessi mál. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að bæta lífskjör Íslendinga. Um það snýst verkefnið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira