Keisaraskurður verður æ algengari Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. október 2018 07:00 Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Keisaraskurður var gerður í 21 prósenti allra fæðinga í heiminum árið 2015. Hlutfallið var 12 prósent árið 2000. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn á tíðni keisaraskurða í 169 löndum en niðurstöður hennar voru birtar í þremur vísindagreinum í læknaritinu The Lancet í gærkvöld. Í lokaorðum fyrstu greinarinnar, sem tekur til hnattrænnar faraldsfræði keisaraskurða, ítreka rannsóknarhöfundarnir að þrátt fyrir ótvíræða kosti keisaraskurðar sé aukin tíðni hans verulegt áhyggjuefni. Þá sérstaklega í ljósi þess að fjölgun síðustu ára megi að stórum hluta rekja til tilfella þar sem læknisfræðileg rök eru ekki meginforsenda ákvörðunar um keisaraskurð. „Þungun og fæðingarhríðir eru eðlileg ferli, sem í flestum tilfellum heppnast vel. Aukin tíðni keisaraskurða, sem fyrst og fremst á sér stað í efnuðum löndum og ekki í læknisfræðilegum tilgangi, er mikið áhyggjuefni vegna þeirrar auknu áhættu sem fylgir aðgerðinni fyrir móður og barn,“ segir dr. Marleen Temmerman, aðalhöfundur greinarinnar. „Keisaraskurður getur bjargað mannslífum í þeim tilfellum þar sem vandkvæði koma upp. Því verðum við að auka aðgengi að þessu úrræði í fátækari löndum. Hvarvetna á að vera hægt að framkvæma keisaraskurð, en við verðum að varast það að ofnota hann.“ Áætlað er að þörf sé á keisaraskurði í um 10 til 15 prósentum fæðinga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að í einu af hverjum fjórum löndum er hlutfall keisaraskurðar undir þessum viðmiðunarmörkum. Aftur á móti er hlutfallið yfir viðmiðunarmörkum í flestum löndum, eða 106 af 169 löndum. Í að minnsta kosti 15 löndum er keisaraskurður framkvæmdur í yfir 40 prósentum fæðinga. Hlutfallið er hæst í Dóminíska lýðveldinu eða 58 prósent. Þar á eftir kemur Brasilía þar sem hlutfallið er tæplega 56 prósent. Höfundarnir benda á að þegar vandkvæði koma upp á meðgöngu eða í fæðingu getur keisaraskurður aukið lífslíkur. Aftur á móti felur keisaraskurður í sér skammtíma- og langtímaáhrif fyrir móður og barn. Höfundarnir ítreka að þetta sé ekki mikil áhættuaukning, en þó marktæk. Hjá móður tekur þetta til áhættunnar sem fylgir opinni skurðaðgerð, örmyndunar í móðurkviði, óeðlilegs þroska fylgjunnar, utanlegsfósturs og andvana fæðingar. Þegar barnið er annars vegar eru nýframkomnar rannsóknir sem sýna fram á að keisarafæðing geti haft áhrif á heilsu barnsins, þó óvíst sé hversu mikil þau eru til lengri tíma. Áhrif til skemmri tíma eru meðal annars breytt starfsemi ónæmiskerfisins sem aukið getur líkur á ofnæmi og astma og einnig breytt bakteríuflóru í meltingarvegi. Tíðni keisaraskurða á Íslandi hefur hækkað hratt í byrjun níunda áratugar síðustu aldar en nokkuð hefur hægt á þeirri aukningu á undanförnum árum. Á tíu ára tímabili, frá 2006 til 2016, voru framkvæmdir 7.839 keisaraskurðir, eða um 16 prósent allra fæðinga. Markvisst hefur verið unnið að því á Landspítala að fækka óþarfa keisaraskurðaðgerðum. „Þetta er nákvæmlega það sem við erum að vinna að alla daga, að halda fjölda keisaraskurða niðri eins og við getum,“ segir Ebba Margrét Magnúsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala og sérfræðingur í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum. Hún er stödd í Brasilíu á þingi Alþjóðasamtaka fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Á þinginu verða vísindagreinarnar þrjár kynntar. Ebba Margrét segir mun meira um það nú en áður að konur séu að biðja um keisaraskurð sem ekki er læknisfræðilega nauðsynlegt að gera. „Það eru margar ástæður fyrir beiðninni. Sumar konur hafa orðið fyrir ofbeldi í æsku og vilja ekki fæðingu, aðrar eiga erfiðar fæðingar að baki. Svo eru ekkert allar konur sem líta á fæðinguna sem náttúrulegt ferli, þær vilja ekki finna til. Á Landspítalanum viljum við gera allt út frá læknisfræðilegum og faglegum viðmiðum, það er okkar markmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira