Hvaða svívirðingar segja menn um keisarann á fylleríi? Þórlindur Kjartansson skrifar 12. október 2018 07:45 Góði dátinn Svejk var ekki lengi að koma sér í vandræði gagnvart leynilögreglumanninum Bretschneider þegar þeir hittust á kaffihúsinu Bikarinn í Vínarborg. Það þurfti heldur ekki mikið til. Sú einfalda staðhæfing Svejks, að fólk ætti það til að tala af vanvirðingu um keisarann á fylleríum, dugði til þess að leynilögreglumaðurinn handtók hann—og lét sér ekki nægja það heldur greip líka hinn orðvara veitingamann Pavilec og dró báða á lögreglustöðina. Jafnvel þótt Svejk hafi sjálfur tekið skilmerkilega fram að honum fyndist keisarinn alls ekki eiga það skilið að sagðar væru um hann svívirðingar þá var hann auðvitað að storka örlögunum með því að gefa í skyn að hann hefði samúð með því að annað fólk væri svo óvandað að virðingu sinni. Borgarleg mannréttindi Sögusvið Góða dátans Svejk er annar áratugur tuttugustu aldarinnar, sem er auðvitað löngu eftir að tjáningarfrelsið var fundið upp—en lengi frameftir öldum gat fólk þó átt von á því að vera refsað sérstaklega ef upp komst að það talaði illa um þjóðarleiðtoga og stjórnvöld. Slíkt er auðvitað ekki uppi á teningnum í dag á Vesturlöndum þar sem fólk er verndað í bak og fyrir af alls konar mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrám og alþjóðlegum sáttmálum. Það myndi því engum manni detta í hug að Svejk ætti á hættu að vera handtekinn árið 2018 í Vínarborg fyrir að segja við lögreglumann að til sé fólk sem segi svívirðingar um keisarann á fylleríum. Og það er líka eins gott. Ef það er einhver risastór lærdómur sem draga má af sögunni—og ætti að vera tiltölulega óumdeildur—þá er það sá sannleikur að hin svokölluðu borgaralegu mannréttindi eru mikilvægustu stoðir mannvænlegs, friðsams og siðaðs samfélags. Þessi réttindi eru meira að segja mikilvægari heldur en lýðræðið, þótt nánast sé óhugsandi að annað geti þrifist til langs tíma án hins. Kúgun í þögninni Af þessum borgaralegu mannréttindum er tjáningarfrelsið oftast talið mikilvægast. Þegar stjórnvöld ákveða að hefta með valdboði rétt fólks til þess að tjá sig—til dæmis með svívirðingum um keisarann á fylleríum—þá er tómt mál að tala um raunverulegt lýðræði, og býsna hætt er við að öll gagnrýni á stjórnvöld og viðteknar skoðanir koðni fljótt niður. Með því er skrúfað fyrir uppsprettur nýrra strauma í stjórnmálum, vísindum og menningarlífi. Það er líka þannig í öllum bókmenntum sem fjalla um harðstjórnir og hörmungarheima að þar er fólki refsað harkalega fyrir að tjá sig frjálst; og jafnvel fyrir að hugsa frjálst. Þetta er ekki bara meginþema í bókmenntum á borð við 1984, Brave New World og Farenheit 451—heldur kveikti JK Rowling á sömu peru þegar hún ákvað að illmennið Voldemort væri svo máttugt að fólk þyrði ekki einu sinni að segja nafnið hans upphátt heldur talaði bara um „þann sem ekki má nefna“. Það felst nefnilega heilmikil kúgun í því að þagga niður í fólki; hvort sem kúgarinn kemur fram í formi refsiglaðra stjórnvalda, ofstopafulls múgs eða—sem oftast er—í óskilgreindum ótta og sjálfsritskoðun. Þetta veit fólk í harðstjórnarríkjum mætavel. Ef maður hittir unga stúdenta á bar í Moskvu þá munu þeir tala mjög varlega um þarlend stjórnvöld þangað til þeir telja sig fullvissa um að hægt sé að treysta viðmælandanum. Þar vill enginn láta spyrjast um sig að hann segi svívirðingar um keisarann á fylleríi. Í Norður-Kóreu fæst ekki nokkur maður til þess að láta í ljós annað en djúpstæða lotningu gagnvart einvaldinum. Og hvað má þá segja um Sádi-Arabíu? Þar beita stjórnvöld miskunnarlausri kúgun gegn öllum þeim sem með sannfærandi málflutningi geta ógnað valdi konungsfjölskyldunnar. Nú síðast hvarf Jamal Khashoggi, nafntogaður gagnrýnandi stjórnvalda, eftir að hafa verið ginntur inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrknesk stjórnvöld þykjast fullviss um að þar hafi fimmtán manna hópur frá sádiarabískum yfirvöldum drepið manninn og bútað hann niður. Þetta hefur ekki verið sannað, en flest bendir til þess að stjórnvöld í Riyahd séu ekki bara sek um glæpinn heldur vilji gjarnan auglýsa hann; öðrum til varnaðar. Tjáningarfrelsi fyrir fávita Þótt allir geti líklega tekið undir mikilvægi tjáningarfrelsis fyrir gagnrýnendur í harðstjórnarríkjum þá leyfum við sambærilegu frelsi stundum að fara í taugarnar á okkur þegar okkur finnst illa farið með það. Þá lætur fólk sér ekki nægja að segja um þvælukenndar og heimskulegar deleringar á Facebook að málflutningurinn dæmi sig sjálfur—heldur eru gerðar kröfur um refsingar og atvinnumissi. Þessar kröfur heyrast, og nást jafnvel fram, þótt engin leið sé að líta á slíkt þrugl sem alvarlegt innlegg í umræðuna heldur eigi miklu meira skylt við óvarlegt og heimskulegt tuð á fylleríum á krám og kaffihúsum. Tjáningarfrelsið er nefnilega ekki mikilvægt af því það verndar rétt sjónarmið og kurteislega tjáningu—heldur af því það verndar öll sjónarmið og alla tjáningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Góði dátinn Svejk var ekki lengi að koma sér í vandræði gagnvart leynilögreglumanninum Bretschneider þegar þeir hittust á kaffihúsinu Bikarinn í Vínarborg. Það þurfti heldur ekki mikið til. Sú einfalda staðhæfing Svejks, að fólk ætti það til að tala af vanvirðingu um keisarann á fylleríum, dugði til þess að leynilögreglumaðurinn handtók hann—og lét sér ekki nægja það heldur greip líka hinn orðvara veitingamann Pavilec og dró báða á lögreglustöðina. Jafnvel þótt Svejk hafi sjálfur tekið skilmerkilega fram að honum fyndist keisarinn alls ekki eiga það skilið að sagðar væru um hann svívirðingar þá var hann auðvitað að storka örlögunum með því að gefa í skyn að hann hefði samúð með því að annað fólk væri svo óvandað að virðingu sinni. Borgarleg mannréttindi Sögusvið Góða dátans Svejk er annar áratugur tuttugustu aldarinnar, sem er auðvitað löngu eftir að tjáningarfrelsið var fundið upp—en lengi frameftir öldum gat fólk þó átt von á því að vera refsað sérstaklega ef upp komst að það talaði illa um þjóðarleiðtoga og stjórnvöld. Slíkt er auðvitað ekki uppi á teningnum í dag á Vesturlöndum þar sem fólk er verndað í bak og fyrir af alls konar mannréttindum sem varin eru í stjórnarskrám og alþjóðlegum sáttmálum. Það myndi því engum manni detta í hug að Svejk ætti á hættu að vera handtekinn árið 2018 í Vínarborg fyrir að segja við lögreglumann að til sé fólk sem segi svívirðingar um keisarann á fylleríum. Og það er líka eins gott. Ef það er einhver risastór lærdómur sem draga má af sögunni—og ætti að vera tiltölulega óumdeildur—þá er það sá sannleikur að hin svokölluðu borgaralegu mannréttindi eru mikilvægustu stoðir mannvænlegs, friðsams og siðaðs samfélags. Þessi réttindi eru meira að segja mikilvægari heldur en lýðræðið, þótt nánast sé óhugsandi að annað geti þrifist til langs tíma án hins. Kúgun í þögninni Af þessum borgaralegu mannréttindum er tjáningarfrelsið oftast talið mikilvægast. Þegar stjórnvöld ákveða að hefta með valdboði rétt fólks til þess að tjá sig—til dæmis með svívirðingum um keisarann á fylleríum—þá er tómt mál að tala um raunverulegt lýðræði, og býsna hætt er við að öll gagnrýni á stjórnvöld og viðteknar skoðanir koðni fljótt niður. Með því er skrúfað fyrir uppsprettur nýrra strauma í stjórnmálum, vísindum og menningarlífi. Það er líka þannig í öllum bókmenntum sem fjalla um harðstjórnir og hörmungarheima að þar er fólki refsað harkalega fyrir að tjá sig frjálst; og jafnvel fyrir að hugsa frjálst. Þetta er ekki bara meginþema í bókmenntum á borð við 1984, Brave New World og Farenheit 451—heldur kveikti JK Rowling á sömu peru þegar hún ákvað að illmennið Voldemort væri svo máttugt að fólk þyrði ekki einu sinni að segja nafnið hans upphátt heldur talaði bara um „þann sem ekki má nefna“. Það felst nefnilega heilmikil kúgun í því að þagga niður í fólki; hvort sem kúgarinn kemur fram í formi refsiglaðra stjórnvalda, ofstopafulls múgs eða—sem oftast er—í óskilgreindum ótta og sjálfsritskoðun. Þetta veit fólk í harðstjórnarríkjum mætavel. Ef maður hittir unga stúdenta á bar í Moskvu þá munu þeir tala mjög varlega um þarlend stjórnvöld þangað til þeir telja sig fullvissa um að hægt sé að treysta viðmælandanum. Þar vill enginn láta spyrjast um sig að hann segi svívirðingar um keisarann á fylleríi. Í Norður-Kóreu fæst ekki nokkur maður til þess að láta í ljós annað en djúpstæða lotningu gagnvart einvaldinum. Og hvað má þá segja um Sádi-Arabíu? Þar beita stjórnvöld miskunnarlausri kúgun gegn öllum þeim sem með sannfærandi málflutningi geta ógnað valdi konungsfjölskyldunnar. Nú síðast hvarf Jamal Khashoggi, nafntogaður gagnrýnandi stjórnvalda, eftir að hafa verið ginntur inn í ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl. Tyrknesk stjórnvöld þykjast fullviss um að þar hafi fimmtán manna hópur frá sádiarabískum yfirvöldum drepið manninn og bútað hann niður. Þetta hefur ekki verið sannað, en flest bendir til þess að stjórnvöld í Riyahd séu ekki bara sek um glæpinn heldur vilji gjarnan auglýsa hann; öðrum til varnaðar. Tjáningarfrelsi fyrir fávita Þótt allir geti líklega tekið undir mikilvægi tjáningarfrelsis fyrir gagnrýnendur í harðstjórnarríkjum þá leyfum við sambærilegu frelsi stundum að fara í taugarnar á okkur þegar okkur finnst illa farið með það. Þá lætur fólk sér ekki nægja að segja um þvælukenndar og heimskulegar deleringar á Facebook að málflutningurinn dæmi sig sjálfur—heldur eru gerðar kröfur um refsingar og atvinnumissi. Þessar kröfur heyrast, og nást jafnvel fram, þótt engin leið sé að líta á slíkt þrugl sem alvarlegt innlegg í umræðuna heldur eigi miklu meira skylt við óvarlegt og heimskulegt tuð á fylleríum á krám og kaffihúsum. Tjáningarfrelsið er nefnilega ekki mikilvægt af því það verndar rétt sjónarmið og kurteislega tjáningu—heldur af því það verndar öll sjónarmið og alla tjáningu.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun