Fyrrverandi lögmaður Trump skráir sig í Demókrataflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. október 2018 23:30 Michael Cohen hljóðritaði fundi sína með Donald Trump. Getty/Yana Paskova Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, skráði sig að nýju í Demókrataflokkinn í dag, fimmtudag. Cohen og Trump hafa eldað grátt silfur saman síðan samstarfi þeirra lauk fyrr á þessu ári. Lanny Davis, verjandi Cohens, tilkynnti um ákvörðun Cohens á Twitter-reikningi sínum í dag. Davis sagði í færslunni að með skráningunni vildi Cohen breikka bilið á milli sín og ríkisstjórnar Trumps. Cohen endurtísti færslunni á Twitter-reikningi sínum í kjölfarið.2-Today, @MichaelCohen212 returning to the #Democratic Party another step in his journey that began with the @ABC @GStephanopolous Cohen putting family and country first -distancing himself from the values of the current Admin - Can't wait for his first interview! #StayTuned— Lanny Davis (@LannyDavis) October 11, 2018 Cohen hafði verið skráður í Demókrataflokkinn um árabil áður en hann byrjaði að starfa fyrir Donald Trump. „Það þurfti stórkostlegan mann til að fá mig til að skipta,“ skrifaði Cohen í Twitter-færslu í mars í fyrra, þar sem hann tilkynnti jafnframt um skráningu sína í Repúblikanaflokkinn. Cohen játaði í ágúst að hafa gerst sekur um umfangsmikil skatt-og fjársvik og brot á kosningalögum. Hann gekkst við því að hafa greitt klámstjörnunni og athafnakonunni Stormy Daniels og fyrirsætunni Karen McDougal samtals 280 þúsund bandaríkjadali til að þagga niður í þeim. Hann hafi talið að frásagnir þeirra um að hafa stundað kynlíf með Donald Trump Bandaríkjaforseta myndu hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Gert er ráð fyrir því að dómur verði kveðinn upp í máli Cohens þann 12. desember næstkomandi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09 Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56 Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00 Mest lesið Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Líkir „óvenjulegum“ getnaðarlim Trumps við svepp í nýrri bók Bókin ber heitið Full Disclosure en Daniels tilkynnti um útgáfu hennar í síðustu viku. 18. september 2018 14:09
Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels. 9. september 2018 07:56
Trump segir sekt Cohens smámál Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans. 23. ágúst 2018 05:00