Eyþór Arnalds um braggann: „Sjaldan er ein báran stök“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 19:00 Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór. Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Reykjavíkurborg mun ekki eyða krónu í viðbót í braggann í Nauthólsvík að sögn forseta borgarstjórnar. Þá undrast formaður skipulags- og samgönguráðs að verkefnið hafi á sínum tíma ekki verið á borði umhverfis- og skipulagssviðs. Óþarfa verkefni sem kostaði allt of mikið segir oddviti Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð að bragganum ásamt verkefnastjóra eignaumsýslu hjá borginni í dag til að kynna sér stöðuna en líkt og kunnugt er fóru framkvæmdir langt fram úr kostnaðaráætlun. Fjölmiðlar voru með í för en voru beðnir að bíða fyrir utan á meðan borgarfulltrúar fengu kynningu. „Bara svo það sé sagt þá hefur öllum framkvæmdum hér við braggann verið hætt. Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót við þetta verkefni hér,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar. Það sé nú alfarið í höndum Háskólans í Reykjavík. Ekki hefur allt verið klárað en frágangi við náðhúsið svokallaða við hlið braggans er til að mynda ólokið. Vettvangsferðin var bæði góð og gagnleg að sögn Dóru sem vill velta við hverjum steini við skoðun málsins. Mörgum spurningum sé enn ósvarað. „Það mætti alveg skoða af hverju verkefnið átti sér allt stað á sviði eigna- og atvinnuþróunar en ekki á umhverfis- og skipulagssviði,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. „Af því alla jafna eru stærstu framkvæmdir í borginni, vegaframkvæmdir og byggingar á því sviði.“ Borgarfulltrúar Pírata fóru í vettvangsferð og skoðuðu braggann og nærliggjandi hús í dag.Vísir/VilhelmMálið var einnig til umfjöllunar á fundi borgarráðs í morgun. Aðspurð segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, að málið sé einstakt og sambærileg framúrkeyrsla eigi líkast til ekki við um önnur verkefni. „Ég skil vel að fólki líði þannig en þetta er mjög sérstök framkvæmd. Þarna er verið að gera upp gamlar fornminjar sem voru friðaðar í deiliskipulagi og hönnunin fer fram svolítið samhliða því að það er verið að gera við og breyta og það er mjög sjaldgæft,“ segir Heiða Björg, sem áréttar þó að hún vilji komast til botns í málinu. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, er ósammála því að um einsdæmi sé að ræða. „Sjaldan er ein báran stök og þannig er það í þessu máli. Við höfum séð framúrkeyrslu víða og það versta er náttúrlega að það eru ekki til peningar fyrir þessu, það er tekið lán fyrir þessum framkvæmdum. Bragginn var fjármagnaður með lánum og þetta er algjört óþarfa verkefni,“ segir Eyþór.
Braggamálið Tengdar fréttir Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30 Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30 Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Stráin í stæðum á Íslandi Plöntulífeðlisfræðingur segir ótrúlegt að sækja stráin sem gróðursett voru fyrir utan braggann í Nauthólsvík til Danmerkur. 11. október 2018 07:30
Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Landslagsarkitektinn sem kom að því að velja stráin sem gróðursett voru við braggann í Nauthólsvík segir að hugmyndin hafi verið að skapa strandstemningu. Kostnaður við kaupin og gróðursetningu nemur 1,1 milljón króna. 11. október 2018 06:30
Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. 11. október 2018 14:37