Ekki króna í viðbót frá Reykjavík í braggann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. október 2018 14:37 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti Borgarstjórnar. visir/jói k Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra. Braggamálið Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur að kjörnir fulltrúar þurfi að svo stöddu ekki að sæta ábyrgð vegna framúrkeyrslu við endurgerð braggans í Nauthólsvík. Breytingatillaga minnihlutans um að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt var felld í borgarráði í morgun. Forseti borgarstjórnar segir að borgin muni ekki verja krónu í viðbót í verkefnið. Framkvæmdirnar sem upphaflega áttu að kosta 158 milljónir hafa kostað borgarsjóð vel yfir 400 milljónir en málið var á dagskrá fundar borgarráðs í morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir á sæti í borgarráði en hún hefur verið borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihluta síðan á síðasta kjörtímabili.Hvað fór úrskeiðis? „Þetta er auðvitað ótrúlega leiðinlegt og alvarlegt mál. Þarna er um að ræða endurgerð gamalla minja og um það giltu ákveðin lög og verkferlar sem að bara hreinlega þarf að endurskoða,“ segir Heiða Björg, spurð hvernig framúrkeyrslan gat farið fram hjá kjörnum fulltrúum í borgarstjórn. Það sé hlutverk ákveðinna aðila innan borgarkerfisins að fylgjast með framkvæmdum og vonar Heiða að í ljós komi í þeirri skoðun sem framundan sé hjá innri endurskoðun hvað nákvæmlega fór úrskeiðis. Hún kveðst ekki sjá ástæðu til þess að kjörnir fulltrúar sæti ábyrgð á þessu stigi málsins. „Það er ekkert sem bendir til þess í dag að þetta mál hafi nokkurs staðar verið á borði kjörinna fulltrúa en við skorumst ekki undan ábyrgð komi það í ljós að við höfum átt að hanna ferlið öðruvísi eða leggja þetta upp með öðrum hætti,“ segir Heiða.Nóg á könnu innri endurskoðanda Samþykkt var á fundinum tillaga meirihlutans um að innri endurskoðun verði falið að skoða alla anga málsins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir viðvörunarbjöllur hafa verið virtar að vettugi. „Við lögðum hins vegar fram breytingatillögu um að utanaðkomandi aðili yrði fenginn, ekki síst vegna þess að innri endurskoðandi er störfum hlaðinn. Hann hefur fengið mikla rannsókn á Orkuveitunni sem er ekki lokið þannig við hefðum talið að þetta þyrfti meiri forgang,“ segir Eyþór. Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti Pírata, fullyrðir að Reykjavíkurborg muni ekki leggja krónu til viðbótar til verkefnisins en verkefninu við braggann og nærliggjandi hús er ekki full lokið. Að sögn Dóru hefur öllum framkvæmdum við braggann á vegum borgarinnar verið hætt. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni,“ segir Dóra.
Braggamálið Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira