Sindri Þór reiddi fram tryggingu og fór til Spánar til að sinna fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 11. október 2018 13:51 Sindri Þór Stefánsson. Vísir Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson er laus úr farbanni gegn tryggingu. Alda Hrönn Jóhannesdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra, segir Sindra staddan á Spáni þar sem hann sinnir fjölskyldu sinni. Hann vildi ekki gefa upp hve háa tryggingu Sindri Þór þurfti að reiða fram og sagðist ekki búast við öðru en að Sindri verði viðstaddur aðalmeðferð í Bitcoin-málinu þar sem hann er ákærður ásamt öðrum. Hvorki Alda Hrönn né Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildu gefa upp hve tryggingin er há sem Sindri Þór þurfti að reiða fram. Heimild fyrir tryggingu í lögum Ólafur Helgi bendir á að heimild sé fyrir slíkri tryggingu í lögum um meðferð sakamála. Hana er að finna í 101. grein laganna í kafla sem lýtur að gæsluvarðhaldi og öðrum sambærilegum ráðstöfunum. Þar kemur fram að sakborningur geti haldið frelsi sínu gegn því að hann setji tryggingu. Skal tryggingin vera í formi reiðufjár, verðbréfa eða ábyrgðar, eftir nánari ákvörðun dómara. Dómari skal mæla fyrir um tryggingu í úrskurði þar sem kveða skal á um fjárhæð hennar. Ákærandi eða lögregla annast vörslu verðmæta sem sett eru að tryggingu og gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar henni. Tryggingafé skal vera fyrirgert til ríkissjóðs ef sakborningur rýfur skilyrði þau sem trygging er sett fyrir. Héraðsdómur Reykjaness neitaði ósk Vísis um að fá viðkomandi úrskurð um tryggingu Sindra afhentan. Ólafur Helgi segir enga venju komna á hversu há tryggingin er sem farið er fram í svona málum. Hjá lögreglunni á Suðurnesjum hafi einu sinni áður verið farið fram á slíka tryggingu frá sakborningi.Fór úr fangelsinu og til Amsterdam Sindri Þór er ákærður auk sex til viðbótar fyrir stórfelldan þjófnað úr gagnaverum í desember og janúar. Sindra sat lengi í gæsluvarðhaldi síðastliðið vor. Hann var vistaður í fangelsinu að Sogni en fór þaðan 16. apríl síðastliðinn eftir að dómari hafði tekið sér frest til að ákveða hvort að úrskurða ætti Sindra í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna málsins. Sindri fór frá landinu aðfaranótt 17. apríl síðastliðins en var handtekinn í Amsterdam sunnudagskvöldið 22. apríl síðastliðinn. 4. maí síðastliðinn var Sindri Þór kominn til Íslands og leiddur fyrir dómara þar sem hann var úrskurðaður í farbann
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Mest lesið Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Blátt bann við erlendum fjárframlögum Erlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Erlent „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Innlent Hvað gengur Trump til með tollum? Erlent Fleiri fréttir Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sjá meira