Bragginn og bjöllurnar Örn Þórðarson skrifar 11. október 2018 07:00 Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri í meðalstóru sveitarfélagi getur ekki vitað um allt sem gert er á vegum sveitarfélagsins. Það getur borgarstjóri ekki heldur. Þess vegna verða þeir að reiða sig á viðvaranir, annað hvort frá starfsmönnum sínum eða íbúum. Hlusta þegar viðvörunarbjöllurnar gjalla. Nauthólsvegur 100 eða Bragginn vakti fyrst athygli mína fyrir tveim árum, þegar kynnt voru áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæðinu fyrir nemendur í Háskólanum í Reykjavík, fyrir 82 milljónir króna. Áhugaverð hugmynd, en ég áttaði mig ekki á hvers vegna sveitarfélagið væri að útbúa félagsaðstöðu fyrir háskólanemendur, sem er ekki lögbundið verkefni eða telst til kjarnastarfsemi sveitarfélaga. Ég vildi miklu frekar útbúa félagsaðstöðu fyrir grunnskólabörn, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar. Þar er mikið verk óunnið og af nógu að taka. Frekar galin forgangsröðun fannst mér. Spurningar óþægilegar og óæskilegar Næst kom þessi bygging fyrir mínar sjónir 22. desember 2017, á fundi Innkauparáðs. Þar var verkið komið í 147 milljónir króna. Ég gerði athugasemd á fundinum og málið var tekið af dagskrá með þeim skýringum að verið væri að skoða málið innan stjórnsýslunnar. Næst mætti ég á fund Innkauparáðs 27. janúar og þá kom skýringin að málið væri á borði borgarlögmanns vegna fleiri athugasemda, frá 16. júní og 18. ágúst. Málið fékkst afgreitt með þessum athugasemdum, enda ábyrgð sveitarfélagsins sem verkkaupa mikil gagnvart verksala. Ég hafði ekki rödd í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili, fyrir utan setu í hverfisráði Hlíða. Þar kom málið enn á dagskrá 28. febrúar og ég, ásamt hverfisráði, óskaði þá eftir svörum um hvað mikill kostnaður hefði fallið á verkefnið Nauthólsveg 100, Braggann. Fyrirspurnin var send inn í borgarkerfið. Fyrstu svör sem við fengum voru í formi spurningar; Hvað er nákvæmlega verið að spyrja um? Kannski var spurningin óljós og ekki á færi einstakra starfsmanna að svara, en hún hlýtur að hafa vakið athygli innan borgarkerfisins. Hringt viðvörunarbjöllum. Hugsanlega hefur verkefnið verið statt á þeim stað í kerfinu að allar spurningar voru óþægilegar og óæskilegar. Hvers vegna? Sveitarstjóri í meðalstóru sveitarfélagi sem ber ábyrgð á að framkvæma ákvarðanir sveitarstjórnar hefði tekið eftir þessari viðvörunarbjöllu. Borgarstjóri hefði átt að taka eftir þeim viðvörunarbjöllum sem látnar voru glymja í fundargerðum Innkauparáðs, fyrirspurnum til borgarlögmanns, athugasemdum ráðsmanna og ábendingum. Allar þessar viðvaranir voru skráðar í fundargerðum, sem voru síðan færðar fyrir borgarráð og borgarstjórn, til staðfestingar. Til staðfestingar! Hvernig getur það gerst að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á því að framkvæmdir borgarinnar séu í samræmi við lög, samþykktir og fyrirmæli yfirboðara sinna, sinni ekki hlutverki sínu? Þessi ábyrgð er ekki valkvæð, að stundum axli sveitarstjóri ábyrgðina og stundum ekki. Og hún er ekkert óskýr. Lög kveða á um að stærri framkvæmdir fari í útboð á evrópska efnahagssvæðinu, smærri á innlendum markaði. Samþykktir borgarinnar og Innkauparáðs hnykkja enn betur á þessum ákvæðum. Eftir standa fyrirmæli borgaryfirvalda, borgarstjórnar, hvað var það sem þau ætluðust til varðandi félagsaðstöðu nemenda HR? Var það þeirra vilji að verkið yrði unnið fyrir tæpan hálfan milljarð. Varla. Hvernig gat það því gerst? Á sama tíma og viðvörunarbjöllur gullu um alla borg. Sveitarstjórar bera ábyrgð, viðvaranir starfsmanna og íbúa eru stjórntæki. Hvers vegna er það ekki þannig í Reykjavík og hjá borgarstjóra? Og hvers vegna var ákveðið að eyða hátt í hálfum milljarði í félagsaðstöðu háskólanema sem heyrir undir ríkið, þegar félagsaðstaða grunnskólanema, sem heyrir undir Reykjavíkurborg, er víða í algjörum ólestri?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun