Tilraunir til að koma sök á félagann mættu þyngja refsinguna Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 20:54 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari þegar hún flutti málið í héraði. Vísir/Vilhelm Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ítrekaðar tilraunir Thomasar Møller Olsen til að koma sök á aðra menn vegna drápsins á Birnu Brjánsdóttur mættu veru ástæður til að þyngja refsingu hans, að mati ríkissaksóknara. Thomas hélt áfram að benda á skipsfélaga sinn þegar málið var tekið fyrir í Landsrétti í dag. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu að bana í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Hann áfrýjaði málinu til Landsréttar og fór munnlegur málflutningur fram þar í dag. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hafi orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Að öðru leyti sagðist Thomas lítið muna eftir nóttina þegar Birna var drepin sökum ölvunar, að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins. Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, vísaði málsvörn Thomasar hins vegar á bug. Enginn skynsamlegur vafi væri um sekt Thomasar og því bæri Landsrétti að sakfella hann. Í frétt Mbl.is kemur fram að saksóknarinn hafi talið refsingu Thomasar í héraði síst of þunga. Ásakanir hans á hendur Nikolaj hafi verið haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Lögmaður foreldru Birnu setti fram kröfu um 10,5 milljónir króna í miskabætur á mann auk kröfu um útlagðan kostnað vegna útfarar Birnu, á hendur Thomasi. Þinghaldið hefur dregist fram á kvöld en túlkur hefur þurft að þýða allt sem fram hefur farið yfir á grænlensku fyrir Thomas.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Gardínur dregnar fyrir og þingverðir fyrir gluggum í Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir ástæðuna tvíþætta. Annars vegar af öryggissjónarmiðum og hins vegar að þeir sem eru skyldugir til að bera vitni í dómsal eigi að geta gert það án þess að þurfa að hylja höfuð sitt. 29. október 2018 16:04
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00
Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. 29. október 2018 08:52