Annar grunsamlegur pakki var sendur til CNN Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 18:26 Höfuðstöðvar CNN í Atlanta. Pakkinn var stílaður á skrifstofurnar. Vísir/EPA Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI segir að grunsamlegur pakki sem var stílaður á höfuðstöðvar CNN-fréttastöðvarinnar í Atlanta líkist þeim sem voru sendir nokkrum áberandi gagnrýnendum Donalds Trump forseta og innihéldu rörsprengjur. Pakkinn uppgötvaðist á pósthúsi og barst ekki stöðinni. Karlmaður á sextugsaldri sem er yfirlýstur stuðningsmaður Trump var handtekinn fyrir að hafa sent fjórtán rörsprengjur á pólitíska andstæðinga forsetans og fjölmiðla í síðustu viku. Hann á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. Eina rörsprengjuna sendi maðurinn á skrifstofu CNN í New York en sendingin var stíluð á John Brennan, fyrrverandi forstjóra leyniþjónustunnar CIA, sem er álitsgjafi á stöðinni.Reuters-fréttastofan segir að sprengjusveit FBI í Atlanta og fleiri löggæslustofnanir hafi brugðist við þegar öryggisleit póstsins uppgötvaði pakkann. Jeff Zucker, forseti CNN, segir að engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn stöðvarinnar. Trump forseti hefur þverneitað að bera nokkra ábyrgð á að hafa skapað tortryggni og úlfúð í samfélaginu sem gæti hafa stuðlað að því að tilræðismaðurinn sendi andstæðingum hans sprengjur. Áður en tilræðismaðurinn var handtekinn gaf forsetinn samsæriskenningum um að sprengjurnar væru gabb undir fótinn. Í gær gagnrýndi Trump svo harðlega Tom Steyer, fjárhagslegan bakhjarl Demókrataflokksins, sem var einn þeirra sem sprengja var stíluð á.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00 Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15 Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Trump þvertekur fyrir að hann beri ábyrgð Hann bar sprengjusendingarnar saman við skotárás stuðningsmanns Bernie Sanders á Repúblikana þar sem þeir voru að æfa sig fyrir hafnarboltaleik í fyrra. 26. október 2018 23:00
Stafsetningarvillur meðal þess sem kom upp um Sayoc Alríkislögreglan bandaríska FBI hafði upp á Cesar Sayoc með hjálp erfðaefnis, fingrafara og greiningar á samfélagsmiðlum. 28. október 2018 10:15
Trump-liðar sjá forsetann sem fórnarlamb sprengjusendinga Síðustu daga hafa sprengjur verið sendar á þó nokkra gagnrýnendur og andstæðinga Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. október 2018 21:00
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00