Eigendur Squishies-leikfanga gæti fyllstu varúðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. október 2018 09:32 Þessi hamborgari gæti verið hættulegur. Amazon Notkun svokallaðra „Squishies“-leikfanga getur verið varasöm. Niðurstöður rannsóknar, sem danska umhverfisstofnunin framkvæmdi á tólf slíkum leikföngum, benda til að vörurnar innihaldi skaðleg efni, sem meðal annars geti valdið ófrjósemi og krabbameini. Neytendastofa telur því rétt að ráðleggja fólki, sem kann að finna fyrir óþægindum þegar það kreistir leikföngin, að láta af notkun þeirra. Á vef stofnunarinnar segir að sérstök umræða hafi farið fram á vegum evrópskra eftirlitsstjórnvalda um Squishies-leikföngin. Þeim er lýst sem „kreisti“-leikföngum, en eins og lýsingin gefur til kynna eru þau mjúk og auðvelt er að kreista þau. Þau eru einföld að gerð og hönnun og segir Neytendastofa að enga sérstaka hæfni þurfi til að leika sér að þeim. „Í þeim tilvikum sem leikföngin líta út eins og bangsar, afkvæmi dýra eða aðrar ungbarnavörur t.d. mjólkurpeli er ekki hægt að líta svo á að þau séu aðeins ætluð börnum eldri en þriggja ára,“ segir á vef Neytendastofu. Þar að auki megi finna í leikföngunum smáhluti sem geti valdið köfnunarhættu. Stofnunin segist taka undir með stjórnvöldum á Norðurlöndunum - „sem hafa bent á að börn eða fullorðnir sem finni fyrir óþægindum í augum eða í öndunarvegi, eða finni fyrir óþægindum vegna lyktar frá squishies kreisti leikföngum eigi að forðast slík leikföng.“ Þau sem vilji hins vegar hafa slík leikföng á heimilinu ættu að gæta fyllstu varúðar. Í því samhengi nefnir Neytendastofa að sænsk eftirlitsstjórnvöld bendi neytendum á að kaupa ekki þessi leikföng fyrr en meira er vitað um þau og hvort að það séu skaðleg efni þeim. Neytendastofa segist hyggjast fara í eftirlit í verslanir á næstunni vegna leikfanganna. Sambærilegar stofnanir í nágrannaríkjum Ísland munu þar að auki framkvæma prófanir á leikföngunum með tilliti til efnainnihalds, að sögn Neytendastofu. Innköllun Neytendur Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Notkun svokallaðra „Squishies“-leikfanga getur verið varasöm. Niðurstöður rannsóknar, sem danska umhverfisstofnunin framkvæmdi á tólf slíkum leikföngum, benda til að vörurnar innihaldi skaðleg efni, sem meðal annars geti valdið ófrjósemi og krabbameini. Neytendastofa telur því rétt að ráðleggja fólki, sem kann að finna fyrir óþægindum þegar það kreistir leikföngin, að láta af notkun þeirra. Á vef stofnunarinnar segir að sérstök umræða hafi farið fram á vegum evrópskra eftirlitsstjórnvalda um Squishies-leikföngin. Þeim er lýst sem „kreisti“-leikföngum, en eins og lýsingin gefur til kynna eru þau mjúk og auðvelt er að kreista þau. Þau eru einföld að gerð og hönnun og segir Neytendastofa að enga sérstaka hæfni þurfi til að leika sér að þeim. „Í þeim tilvikum sem leikföngin líta út eins og bangsar, afkvæmi dýra eða aðrar ungbarnavörur t.d. mjólkurpeli er ekki hægt að líta svo á að þau séu aðeins ætluð börnum eldri en þriggja ára,“ segir á vef Neytendastofu. Þar að auki megi finna í leikföngunum smáhluti sem geti valdið köfnunarhættu. Stofnunin segist taka undir með stjórnvöldum á Norðurlöndunum - „sem hafa bent á að börn eða fullorðnir sem finni fyrir óþægindum í augum eða í öndunarvegi, eða finni fyrir óþægindum vegna lyktar frá squishies kreisti leikföngum eigi að forðast slík leikföng.“ Þau sem vilji hins vegar hafa slík leikföng á heimilinu ættu að gæta fyllstu varúðar. Í því samhengi nefnir Neytendastofa að sænsk eftirlitsstjórnvöld bendi neytendum á að kaupa ekki þessi leikföng fyrr en meira er vitað um þau og hvort að það séu skaðleg efni þeim. Neytendastofa segist hyggjast fara í eftirlit í verslanir á næstunni vegna leikfanganna. Sambærilegar stofnanir í nágrannaríkjum Ísland munu þar að auki framkvæma prófanir á leikföngunum með tilliti til efnainnihalds, að sögn Neytendastofu.
Innköllun Neytendur Mest lesið Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent