Hrútasýningin í Hollywood heldur áfram að slá í gegn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. október 2018 10:00 Todd Gurley fagnar með stuðningsmönnum. vísir/getty Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sjá meira
Það er ekkert lát á góðu gengi LA Rams í NFL-deildinni en það er enn eina ósigraða liðið í deildinni. Lukkan var þó með þeim í liði í gær. Þá mörðu Hrútarnir sigur á Green Bay Packers, 29-27. Packers var í dauðafæri til þess að fara í sigursókn er tvær mínútur voru eftir af leiknum. Í stað þess að taka hné er hann greip boltann eftir spark þá ákvað Ty Montgomery, leikmaður Pakcers, að hlaupa af stað með boltann í von um að koma liðinu í betri vallarstöðu fyrir lokasóknina. Það var ein hörmuleg ákvörðun því hann missti boltann og Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers, fékk ekki tækifæri til þess að vinna leikinn.FINAL: The @RamsNFL stay undefeated! #GBvsLAR#LARamspic.twitter.com/T4gfsqc3Tv — NFL (@NFL) October 28, 2018 Rodgers kastaði boltanum 286 jarda í leiknum og fyrir einu snertimarki. Jared Goff, leikstjórnandi Rams, var með 295 jarda og þrjár snertimarkssendingar. Hlaupari Rams, Todd Gurley, var í brasi framan af leik en endaði samt með 114 hlaupajarda. Hann greip boltann þess utan fyrir 81 og skoraði eitt snertimark. Hann er búinn að skora langflest snertimörk í deildinni í vetur eða fimmtán. Annað sjóðheitt lið er lið New Orleans Saints sem fór til Minneapolis í gær og vann mjög sterkan sigur, 20-30, á Minnesota Vikings. Dýrlingarnir áttu harma að hefna frá leik liðanna á sama stað í úrslitakeppninni í fyrra er Vikings vann á kraftaverki undir lokin sem er einfaldlega kallað „The Minneapolis Miracle“. Þó svo Saints hafi unnið þá hafði leikstjórnandi liðsins, Drew Brees, óvenju hljótt að þessu sinni. Hann lét sér duga að klára 18 sendingar fyrir 120 jördum. Hann átti eina snertimarkssendingu og kastaði einu sinni frá sér.FINAL: @Saints WIN on #SNF! #NOvsMIN#GoSaints (by @Lexus) pic.twitter.com/h5f1t28E9W — NFL (@NFL) October 29, 2018 Leikstjórnandi Vikings, Kirk Cousins, var með 359 jarda og tvö snertimörk. Hann kastaði aftur á móti boltanum frá sér í þriðja leikhluta og þeim bolta var skilað til baka fyrir snertimarki. Hrikaleg mistök sem reyndust dýrkeypt. Saints tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu og er nú búið að vinna sex leiki í röð. Það má búast við flugeldasýningu um næstu helgi er Saints og Rams mætast í miklu uppgjöri.Úrslit: Minnesota-New Orleans 20-30 Jacksonville-Philadelphia 18-24 Carolina-Baltimore 36-21 Chicago-NY Jets 24-10 Cincinnati-Tampa Bay 37-34 Detroit-Seattle 14-28 Kansas City-Denver 30-23 NY Giants-Washington 13-20 Pittsburgh-Cleveland 33-18 Oakland-Indianapolis 28-42 Arizona-San Francisco 18-15 LA Rams-Green Bay 29-27Í nótt: Buffalo - New EnglandStaðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Körfubolti Fleiri fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti