Thomas Møller Olsen reynir að sýna fram á sakleysi í Landsrétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2018 08:52 Thomas Møller Olsen í Landsrétti í morgun. Grænlendingurinn huldi andlit sitt í héraði og náðu íslenskir fjölmiðlar engum myndum af dæmda morðingjanum. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Aðalmeðferð í máli Thomas Møller Olsen, þrítugs Grænlendings sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og smygl á fíkniefnum, fer fram í Landsrétti í dag. Møller Olsen er meðal þeirra sem gefa mun skýrslu fyrir dómi en þá munu grænlenskir skipverjar gefa skýrslu símleiðis. Málsvörn Björgvins Jónssonar, verjanda Møller Olsen, byggir sem fyrr á því að gera hlut skipverjans Nikolaj Olsen tortryggilegan. Sá var í Kia Rio bílnum þegar Birna fór í bílinn í miðbæ Reykjavíkur. Nikolaj Olsen bar að miklu leyti fyrir sig minnisleysi sökum ofneyslu áfengis þegar málið var flutt í héraði. Björgvin sá þó ekki ástæðu til þess að óska eftir því að Niklaj Olsen gæfi aftur skýrslu fyrir dómi. Við undirbúningsþinghald í síðustu viku sagði Björgvin það mögulega mistök af sinni hálfu. Þá verður ekkert af því að Møller Olsen máti úlpu í dómal eins og til stóð. Úlpan fannst blóðug um borð í togaranum Polar Nanoq. Møller Olsen hefur mátað úlpuna undir eftirliti tæknideildar lögreglu en hann neitar að um hans úlpu sé að ræða. Hún sé of lítil á hann. Mynd af Møller Olsen í úlpunni er meðal gagna sem lögð verða fram í dag.Aðalmeðferðin mun standa fram eftir degi.Vísir/VilhelmStendur fram eftir degi Þá verður einnig lögð fram mynd af Nikolaj Olsen af Instagram-síðu unnustu hans og samanklippt myndband úr eftirlitsmyndavél við skála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sem sækir málið segir engin af þeim gögnum sem verjandi Møller Olsen hyggst leggja fram sýna fram á sekt Nikolaj Olsen og þar með sýknu Møller Olsen. Blaðamaður Vísis verður í dómsal í dag. Fjölmiðlar mega ekki flytja fréttir af skýrslutökunum, þar á meðal yfir Møller Olsen, fyrr en skýrslutökum yfir þeim öllum verður lokið. Þá hafa aðstandendur farið fram á að þinghaldi verði lokað verði birtar myndir af Birnu Brjánsdóttur í dómsalnum. Aðalmeðferðin hefst klukkan 9. Að loknum skýrslutökum og spilunum á upptökum, sem áætlað er að taki um þrjár klukkustundir, hefur ákæruvaldið 90 mínútur í málflutning, Björgvin Jónsson verjandi tvær klukkustundir og lögmaður foreldra Birnu þrjátíu mínútur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31 Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15 „Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Thomas Møller Olsen búinn að máta úlpuna Verjandi hins dæmda morðingja óskaði ekki eftir því að Nikolaj Olsen gæfi skýrslu í Landsrétti. 24. október 2018 15:31
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21. september 2018 12:15
„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21. september 2018 14:00