Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:15 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink „Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Sjá meira