Stórt skref Anthony Smith í átt að titlinum Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. október 2018 06:27 Vísir/Getty UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
UFC var með bardagakvöld í Montcon í Kanada í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Anthony Smith sigra Volkan Oezdemir í 3. lotu. Anthony Smith hefur lengst af barist í millivigt á ferli sínum í UFC. Fyrr á árinu ákvað Smith að færa sig upp um flokk og er nú ansi nálægt titilbardaga í léttþungavigt. Bardaginn gegn Volkan Oezdemir var nokkuð mikilvægur fyrir léttþungavigtina. Svisslendingurinn Oezdemir byrjaði vel og tók fyrstu tvær loturnar. Oezdemir beitti þungum lágspörkum og náði að taka Smith niður í 2. lotu. Smith sýndi ekki merkilega takta í gólfinu og var Oezdemir með bardagann í sínum höndum. Í 3. lotu virkaði Smith þreyttur en á sama tíma eins og hann væri að detta í gang. Smith er þekktur fyrir að vera lengi af stað og náði hann nokkrum góðum höggum inn á fyrstu mínútum lotunnar. Smith náði að koma Oezdemir tvisvar niður í lotunni en í seinna skiptið tókst honum að halda Oezdemir betur niðri. Smith vann vel í gólfinu og sótti í henginguna en Oezdemir varðist ágætlega. Smith náði loksins að læsa hengingunni almennilega í lok lotunnar og þurfti Oezdemir að tappa út þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir af lotunni eftir „rear naked choke“. Með sigrinum er Smith kominn ansi nálægt titilbardaga en fyrir ári síðan (á meðan hann var í millivigt) var fátt sem benti til þess að Anthony Smith myndi nokkurn tímann vera nálægt titilbardaga. Michael Johnson sigraði svo Artem Lobov í næstsíðasta bardaga kvöldsins og var þetta þriðja tapið í röð hjá Lobov. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Rotarar mætast í Kanada Tveir ansi færir rotarar mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Montcon í Kanada í kvöld. Bardagar beggja eru yfirleitt fljótir að klárast og má búast við stuttu en skemmtilegu fjöri í kvöld. 27. október 2018 00:01