ASÍ borist ábendingar vegna vinnu fanga Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. október 2018 15:31 Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton Brink Alþýðusamband Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinna meðal annars störfum iðnaðarmanna og fá eingöngu greiddar 400 krónur á tímann. ASÍ gagnrýndi fangelsismálayfirvöld og sagði þau brjóta lög sem og brjóta á mannréttindum fanganna með því að borga þeim ekki samkvæmt kjarasamningum. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í síðustu viku að tekið yrði mið af þessum ábendingum. Hann fundaði með fangelismálayfirvöldum í gær um málið. „Niðurstaðan var bara sú að við höfum ákveðið að hætta að taka að okkur verkefni sem nauðsynlegt verður að vinna utan fangelsanna. Það er vegna þess að við getum ekki 100% útilokað að einhverjir aðrir vilji ekki þau verkefni á einhverjum tímapunkti. Við viljum ekki taka þá sénsa og í þessu felst jafnframt ákveðinn sparnaður fyrir fangelsiskerfið,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Ítrekað var í yfirlýsingunni að ASÍ er ekki á móti betrunarvinnu fanga en fari hún fram utan fangelsis þá sé það brot á lögum að borga ekki samkvæmt kjarasamningum. Af hverju ekki að bjóða þeim vinnu utan fangelsis og borga þeim samkvæmt kjarasamning? „Einfaldlega vegna þess að þetta er kennsla í virkni sem þarna fer fram. Við erum ekki samkeppnishæf um verkefni við nokkra aðra eins staðan er í dag,“ segir Páll. Fangelsismál Tengdar fréttir Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Segir vinnu fanga samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra gefur út. 19. október 2018 14:31 Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. 19. október 2018 21:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Alþýðusamband Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þess efnis að þeim hafi ítrekað borist ábendingar vegna vinnu fanga af Kvíabryggju á almennum vinnumarkaði. Fangarnir sinna meðal annars störfum iðnaðarmanna og fá eingöngu greiddar 400 krónur á tímann. ASÍ gagnrýndi fangelsismálayfirvöld og sagði þau brjóta lög sem og brjóta á mannréttindum fanganna með því að borga þeim ekki samkvæmt kjarasamningum. Páll Winkel fangelsismálastjóri sagði í síðustu viku að tekið yrði mið af þessum ábendingum. Hann fundaði með fangelismálayfirvöldum í gær um málið. „Niðurstaðan var bara sú að við höfum ákveðið að hætta að taka að okkur verkefni sem nauðsynlegt verður að vinna utan fangelsanna. Það er vegna þess að við getum ekki 100% útilokað að einhverjir aðrir vilji ekki þau verkefni á einhverjum tímapunkti. Við viljum ekki taka þá sénsa og í þessu felst jafnframt ákveðinn sparnaður fyrir fangelsiskerfið,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Ítrekað var í yfirlýsingunni að ASÍ er ekki á móti betrunarvinnu fanga en fari hún fram utan fangelsis þá sé það brot á lögum að borga ekki samkvæmt kjarasamningum. Af hverju ekki að bjóða þeim vinnu utan fangelsis og borga þeim samkvæmt kjarasamning? „Einfaldlega vegna þess að þetta er kennsla í virkni sem þarna fer fram. Við erum ekki samkeppnishæf um verkefni við nokkra aðra eins staðan er í dag,“ segir Páll.
Fangelsismál Tengdar fréttir Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Segir vinnu fanga samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra gefur út. 19. október 2018 14:31 Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. 19. október 2018 21:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Páll Winkel segir enga þrælasölu stundaða á Kvíabryggju Segir vinnu fanga samkvæmt gjaldskrá sem ráðherra gefur út. 19. október 2018 14:31
Telja fangelsismálayfirvöld brjóta lög Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir brotið á mannréttindum fanga því réttarstaða þeirra sem vinnandi einstaklinga sé enginn. ASÍ telur fangelsismálayfirvöld brjóta lög. Fangelsismálastjóri vísar þessum ásökunum á bug. 19. október 2018 21:30