Reynir Pétur segist vel geta orðið 100 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. október 2018 19:45 Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira
Það var mikið stuð og stemming á Sólheimum í Grímsnesi í gærkvöldi þegar göngu og hjólagarpurinn, Reynir Pétur Ingvarsson fagnaði sjötíu ára afmæli sínu. Reynir Pétur segist vel geta orðið hundrað ára haldi hann áfram að hjóla og hreyfa sig. Reynir Pétur bauð fjölskyldu og bestu vinum sínum í afmælisveisluna í gærkvöldi í Vigdísarhúsi. Boðið var upp á uppáhalds matinn hans, hangikjöt með öllu tilheyrandi og köku og ístertu á eftir. Nokkrar tækifærisræður voru haldnar og heimilismenn voru með skemmtiatriði. Reynir Pétur er mjög vel liðinn á Sólheimum og hrókur alls fagnaðar á staðnum. Frægastur var hann þegar hann gekk Íslandsgönguna 1985 hringinn í kringum landið á 32 dögum. Í dag heldur hann sér í formi með að ganga og hjóla á hverjum degi. „Hann er bara einstakur maður, ég held að hver fruma í honum sé svo heil og hrein og svo falleg og flott og hann er bara svo yndislegur maður. Alltaf glaður og alltaf brosandi. Hérna hjólar hann Sólheimahringinn reglulega, nýkomin á rafmagnshjól, hann er virkur í öllu sem er að gerst. Reynir Pétur er enn að vinna á fullu í gróðurhúsinu, þetta er einstakur maður“, segir Sveinn AlfreðssonÓmar Ragnarsson mætti í afmælið og fór með gamanmál.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvernig finnst Reynir Pétri að vera orðinn 70 ára gamall? „Ég hugsa að ég verði bara áfram minn karakter, Reynir Pétur. Ég ætla að fá að halda áfram að vinna næstu misseri, ekkert að breyta um karakter“, segir Reynir Pétur. „Ef ég held áfram að hreyfa mig og hjóla og allt þetta þá get ég hjólað alveg fram í gröfina, þó ég verð 100 ára“, bætir hann við. Reynir Pétur er mikill stærðfræðisnillingur, hann gaf afmælisgestum smá dæmi um nöfnin á nokkrum tölum.Reynir Pétur með hluta af systkinum sínum í afmælisveislunniMagnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Sjá meira