Hitinn tók á íslenska liðið í Katar Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. október 2018 12:30 Jón Sigurður með lipra takta á hestinum í Doha. MYND/Fimleikasamband Íslands Fulltrúar Íslands í karlaflokki kepptu á HM í hópfimleikum í Doha, í gær en komust ekki í úrslitin sjálf og hafa því lokið keppni.Fulltrúar Íslands í kvennaflokki hefja keppni á laugardaginn. Íslenska liðið er búið að dvelja í Doha undanfarna daga og æfa við frábærar aðstæður til að venjast hitanum í Katar en það virðist sem dagsformið hafi skipt máli og þetta hafi ekki verið dagur íslenska liðsins. Valgarð Reinhardsson var að keppa öðru sinni á HM og kom fullur sjálfstrausts eftir að hafa komist í úrslitin á EM fyrr á árinu en honum tókst ekki að fylgja því eftir. „Þetta er afar svekkjandi, það fór því miður of margt úrskeiðis í dag. Ég réði því miður ekki við hitann sem var hérna og var ekki nægilega tilbúinn.“ Eyþór Örn Baldursson tók í sama streng og fann fyrir svekkelsi þegar ljóst var að hann kæmist ekki í úrslit. Mistök urðu honum að falli þótt að hann hafi fengið frábæra einkunn fyrir stökk. „Þetta byrjaði vel, við komum spenntir inn í þetta en þá fór eitthvað úrskeiðis. Það er svekkjandi en svona er þessi íþrótt og við þurfum bara að einblína á næsta mót.“ Jón Sigurður Gunnarsson náði ekki að beita sér á fullu vegna bakmeiðsla sem hafa truflað undirbúninginn og keppti hann aðeins í þremur greinum af sex í gær. „Ég náði að klára þær greinar sem ég tók þátt í og það gekk bara vel. Þetta var skemmtileg upplifun og gefur manni aukna orku til að bæta sig og gera betur í framtíðinni.“ Aðrar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Fulltrúar Íslands í karlaflokki kepptu á HM í hópfimleikum í Doha, í gær en komust ekki í úrslitin sjálf og hafa því lokið keppni.Fulltrúar Íslands í kvennaflokki hefja keppni á laugardaginn. Íslenska liðið er búið að dvelja í Doha undanfarna daga og æfa við frábærar aðstæður til að venjast hitanum í Katar en það virðist sem dagsformið hafi skipt máli og þetta hafi ekki verið dagur íslenska liðsins. Valgarð Reinhardsson var að keppa öðru sinni á HM og kom fullur sjálfstrausts eftir að hafa komist í úrslitin á EM fyrr á árinu en honum tókst ekki að fylgja því eftir. „Þetta er afar svekkjandi, það fór því miður of margt úrskeiðis í dag. Ég réði því miður ekki við hitann sem var hérna og var ekki nægilega tilbúinn.“ Eyþór Örn Baldursson tók í sama streng og fann fyrir svekkelsi þegar ljóst var að hann kæmist ekki í úrslit. Mistök urðu honum að falli þótt að hann hafi fengið frábæra einkunn fyrir stökk. „Þetta byrjaði vel, við komum spenntir inn í þetta en þá fór eitthvað úrskeiðis. Það er svekkjandi en svona er þessi íþrótt og við þurfum bara að einblína á næsta mót.“ Jón Sigurður Gunnarsson náði ekki að beita sér á fullu vegna bakmeiðsla sem hafa truflað undirbúninginn og keppti hann aðeins í þremur greinum af sex í gær. „Ég náði að klára þær greinar sem ég tók þátt í og það gekk bara vel. Þetta var skemmtileg upplifun og gefur manni aukna orku til að bæta sig og gera betur í framtíðinni.“
Aðrar íþróttir Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira