Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 19:45 Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum." Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum."
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira