„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Áslaug Thelma Einarsdóttir ávarpaði baráttufund kvenna á Arnarhóli í Reykjavík í dag þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook. Áslaugu Thelmu var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Hún segist engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni en segir uppsögnina tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúru. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Við þessa atburðarás kom ýmislegt annað í ljós sem leiddi til þess að forstjóri OR ákvað að stíga tímabundið til hliðar á meðan Innri endurskoðun Reykjavíkurborg færi yfir málið. Áslaug Thelma segist enn engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Sporin þung á fyrsta fundinn Í ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis. Var erindið ávallt það sama, að tilkynna um dónaskap og ruddaskap en hún sagði örvæntinguna hafa verið mikla þegar starfsmannastjórinn stakk upp því að Áslaug myndi ræða við framkvæmdastjórann og reyna að finna lausn á málinu. „Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma. „Þess vegna þurfti að reka þig“ Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri. „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma. Ræðu hennar í heild má lesa hér fyrir neðan:Það er svo auðvelt og óhjákvæmilegt að vera reið og fordæma – ekki síst á Facebook - þegar Donald Trump, Weinstein eða aðrir ámóta eiga í hlut. Það sem gerir það enn auðveldara er að þeir sitja ekki með okkur í mötuneytinu í hádeginu og eru ekki stjórnandinn í fyrirtækinu sem við vinnum hjá. Það er svo auðvelt og sjálfsagt að setja nafn sitt á lista, deila almennum skilaboðum með „hasstaggi“ eða „læka“.Þegar málin eru hins vegar komin í návígi getur það orðið aðeins flóknara að taka af skarið – að vera virkur þátttakandi í þeirri #MeToo byltingu sem er að hrista gamalgrónar stoðir valdakerfis þar sem konur hafa ekki átt upp á pallborðið. Eða kannski er það ekki svo flókið þegar rætt er um forstjóra eða framkvæmdastjóra í ónefndum fyrirtækjum eða öðrum stjórnmálaflokki en við erum í sjálfar.Það er hins vegar af allt öðrum toga og erfið skref að taka, að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot gegn manni sjálfum á eigin vinnustað.Samt þyngjast puttarnir á lyklaborðinu þegar fréttirnar koma. Þekki ég þennan mann? Þekki ég konuna hans? Þekki ég kannski fórnarlambið?Þá er kannski auðveldara að hugsa bara „æ aumingja hún“ og þakka fyrir að vera ekki „konan“.Sporin eru þung á fyrsta fundinn með starfsmannstjóranum. Þyngri á fund númer tvö, fund númer þrjú og svo framvegis. Erindið er alltaf það sama. Tilkynna ruddaskap og dónaskap. Örvæntingin er mikil þegar starfsmannastjórinn segir: „Spjallaðu bara við hann og þið finnið út úr þessu.“Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu.Það er erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé nú svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum séns. Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður.Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum.Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað.„Ég þori get og vil,“ sungu mamma mín og amma árið 1975, árið sem ég fæddist og þær eru meðal þeirra mörgu fyrirmynda; sterkra kvenna sem hafa blásið mér kjarki í brjóst. Það er ólíðandi að konur skuli enn – 43 árum síðar - vera í skugga valdníðslu, mismununar og þess að vera ekki taldar marktækar; á vinnustöðum, í pólitík og á allt of mörgum sviðum samfélagsins.Það á ENGIN kona að þurfa óttast velferð sína eða lífsviðurværi við það eitt að setja eðlileg mörk.Það er engin staður lengur fyrir rudda og dóna á vinnustöðum. En það er nóg pláss fyrir gagnkvæma virðingu. Viðringu fyrir kyni, kynþætti, kynhneigð, stærð, lit eða stöðu.Þetta er okkar samfélag, breytum því SAMAN.Kæru konur èg sè ekki eftir því að hafa staðið upp. Èg myndi gera það aftur, vitandi hvað það hefur verið erfitt. En èg verð að trúa því að svona breytum við heiminum, með einu skrefi í einu.Þorum að standa með kynsystrum okkar!Þorum að trúa frásögnum þeirra og skila skömminni þangað sem hún á heima.Kæru konur! Ég þori, get og vil.Og gleymdu því aldrei. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Áslaug Thelma Einarsdóttir ávarpaði baráttufund kvenna á Arnarhóli í Reykjavík í dag þar sem hún sagði mun erfiðara að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot en að fordæma Donald Trump og Harvey Weinstein á Facebook. Áslaugu Thelmu var sagt upp sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Hún segist engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni en segir uppsögnina tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúru. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Við þessa atburðarás kom ýmislegt annað í ljós sem leiddi til þess að forstjóri OR ákvað að stíga tímabundið til hliðar á meðan Innri endurskoðun Reykjavíkurborg færi yfir málið. Áslaug Thelma segist enn engar útskýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Sporin þung á fyrsta fundinn Í ræðunni sagði hún sporin hafa verið þung á fyrsta fundinn með starfsmannastjóra OR og þau hafi verið þyngri á fund númer tvö, þrjú og svo framvegis. Var erindið ávallt það sama, að tilkynna um dónaskap og ruddaskap en hún sagði örvæntinguna hafa verið mikla þegar starfsmannastjórinn stakk upp því að Áslaug myndi ræða við framkvæmdastjórann og reyna að finna lausn á málinu. „Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu,“ sagði Áslaug Thelma. „Þess vegna þurfti að reka þig“ Hún sagði að það hefði verið erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum annað tækifæri. „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður. Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum. Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað“ sagði Áslaug Thelma. Ræðu hennar í heild má lesa hér fyrir neðan:Það er svo auðvelt og óhjákvæmilegt að vera reið og fordæma – ekki síst á Facebook - þegar Donald Trump, Weinstein eða aðrir ámóta eiga í hlut. Það sem gerir það enn auðveldara er að þeir sitja ekki með okkur í mötuneytinu í hádeginu og eru ekki stjórnandinn í fyrirtækinu sem við vinnum hjá. Það er svo auðvelt og sjálfsagt að setja nafn sitt á lista, deila almennum skilaboðum með „hasstaggi“ eða „læka“.Þegar málin eru hins vegar komin í návígi getur það orðið aðeins flóknara að taka af skarið – að vera virkur þátttakandi í þeirri #MeToo byltingu sem er að hrista gamalgrónar stoðir valdakerfis þar sem konur hafa ekki átt upp á pallborðið. Eða kannski er það ekki svo flókið þegar rætt er um forstjóra eða framkvæmdastjóra í ónefndum fyrirtækjum eða öðrum stjórnmálaflokki en við erum í sjálfar.Það er hins vegar af allt öðrum toga og erfið skref að taka, að fara til yfirmanna sinna og tilkynna um brot gegn manni sjálfum á eigin vinnustað.Samt þyngjast puttarnir á lyklaborðinu þegar fréttirnar koma. Þekki ég þennan mann? Þekki ég konuna hans? Þekki ég kannski fórnarlambið?Þá er kannski auðveldara að hugsa bara „æ aumingja hún“ og þakka fyrir að vera ekki „konan“.Sporin eru þung á fyrsta fundinn með starfsmannstjóranum. Þyngri á fund númer tvö, fund númer þrjú og svo framvegis. Erindið er alltaf það sama. Tilkynna ruddaskap og dónaskap. Örvæntingin er mikil þegar starfsmannastjórinn segir: „Spjallaðu bara við hann og þið finnið út úr þessu.“Og þau eru enn þyngri skrefin sem þarf svo að taka þegar hægt er að reka þig án útskýringa. Að leita með málstað sinn út til almennings og á samfélagsmiðla til þess eins að finna einhvern sem vill standa með manni í óréttlætinu.Það er erfitt að fara á fund með starfsmannastjóranum og forstjóranum eftir það og fá að heyra að yfirmaðurinn sé nú svo góður rekstrarmaður að það verði nú að gefa honum séns. Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður.Hún er ógeðfelld tilfinningin að fá svo tilboð eftir þann fund um að láta þetta bara yfir sig ganga. Bara þegja og láta uppsögnina standa. Í staðinn verði lengt aðeins í uppsagnarfrestinum.Hljómar það eins og frábær díll? Ferill þinn sem stjórnandi er laskaður og þú sem manneskja lent í skelfilegum hvirfilbyl af því þú vildir ekki sitja þegjandi undir áreiti og einelti á vinnustað.„Ég þori get og vil,“ sungu mamma mín og amma árið 1975, árið sem ég fæddist og þær eru meðal þeirra mörgu fyrirmynda; sterkra kvenna sem hafa blásið mér kjarki í brjóst. Það er ólíðandi að konur skuli enn – 43 árum síðar - vera í skugga valdníðslu, mismununar og þess að vera ekki taldar marktækar; á vinnustöðum, í pólitík og á allt of mörgum sviðum samfélagsins.Það á ENGIN kona að þurfa óttast velferð sína eða lífsviðurværi við það eitt að setja eðlileg mörk.Það er engin staður lengur fyrir rudda og dóna á vinnustöðum. En það er nóg pláss fyrir gagnkvæma virðingu. Viðringu fyrir kyni, kynþætti, kynhneigð, stærð, lit eða stöðu.Þetta er okkar samfélag, breytum því SAMAN.Kæru konur èg sè ekki eftir því að hafa staðið upp. Èg myndi gera það aftur, vitandi hvað það hefur verið erfitt. En èg verð að trúa því að svona breytum við heiminum, með einu skrefi í einu.Þorum að standa með kynsystrum okkar!Þorum að trúa frásögnum þeirra og skila skömminni þangað sem hún á heima.Kæru konur! Ég þori, get og vil.Og gleymdu því aldrei.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15 Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Bjarni Már fagnar opinberri úttekt Fyrrverandi framkvæmdastjóri ON segir ekki öll kurl komin til grafar í umdeildu máli. 24. september 2018 10:15
Endurteknar uppsagnir og leyfi á langri viku hjá Orkuveitu Reykjavíkur Atburðarásin hjá Orkuveitunni rakin í réttri tímaröð. 18. september 2018 21:00
Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent