Segja fullyrðingar verktaka í Bítinu fjarri sanni Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2018 15:26 Framkvæmdir við Hlíðarenda eru langt komnar en enn er ekki byrjað að sprengja 270 þúsund fermetra af grjóti í burtu við Landspítalann. Fréttablaðið/Anton Brink Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda. Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Fullyrðingar verktakans Leifs Guðjónssonar á Bylgjunni í morgun um framkvæmdir á Hlíðarenda og við Landspítalann standast ekki skoðun. Þetta segja verkefnastjórar framkvæmdanna tveggja í samtali við Vísi en Leifur fór mikinn í útvarpsþættinum Bítið þar sem hann sagðist ekki skilja hvers vegna að efni sem á sprengja við Landspítalann hafi ekki verið nýtt á Hlíðarenda og taldi að áætlanir um flutninga á efni myndu aldrei standast. Búist er við að það muni taka átján mánuði að flytja 270 þúsund rúmmetra af sprengdu grjóti við Barnaspítalann og upp í Bolöldu. Leifur sagðist eiga erfitt með að sjá hvernig þær áætlanir ættu að ganga upp miðað við átta tíma akstur á dag því ekki væri hægt að flytja efni þegar mesti umferðarþunginn er á morgnana og síðdegis þegar fólk er á leið í og úr vinnu. Taldi Leifur óhætt að setja fram að hægt væri að tvöfalda þann tíma.Gert ráð fyrir 8 tíma akstri í 11 tíma glugga Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri fyrirtækisins Nýja Landspítalans, segir í samtali við Vísi að verktakinn sem sér um efnisflutninginn hafi heimild til að flytja efnið sex daga vikunnar frá 8 á morgnana til 9 á kvöldin. Það eru ellefu tímar á hverjum degi en Ásbjörn segir að einungis sé gert ráð fyrir átta tímum á dag í efnisflutninga einmitt út af umferðinni. Verktakinn geti því byrjað eftir mesta umferðarþungan á morgnana, gert hlé á störfum sínum þegar umferðin þyngist aftur síðdegis og byrjað að flytja efni aftur fram á kvöld eftir að hægist á umferðinni.Tímasetningar pössuðu ekki saman Leifur Guðjónsson sagði einnig í þættinum að hann skyldi ekki hvers vegna efnið sem flytja á í burtu frá Landspítalanum hafi ekki verið nýtt í Hlíðarendaverkefnið, en þangað hefur verið flutt mikið magn af efni. Helgi Geirharðsson, verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Íþróttafélagsins Vals og fyrirtækisins Valsmanna, segir það ekki hafa verið mögulegt.Frá framkvæmdum við á lóð Landspítalans við Barnaspítala Hringsins.Fréttablaðið/EyþórHlíðarendaverkefnið sé mjög langt komið en ekki sé byrjað að sprengja þessa 270 þúsund rúmmetrar af efni við Landspítalann. Tímasetningarnar pössuðu því ekki saman. Einnig þurfti að flytja gríðarlega mikinn jarðveg í burtu frá Hlíðarenda vegna framkvæmdanna. Því hefur verið hagað þannig að enginn bíll fer af svæðinu með efni nema hann komi aftur inn á svæðið með efni til að nýta ferðirnar fram og til baka. Ef efnið hefði komið frá Nýja Landspítalanum þá hefði engu að síður þurft að keyra jafn margar ferðir frá Hlíðarenda með mold.Kostnaðurinn um 1,5 milljarðar en ekki þrír Leifur hélt því fram að búið væri að vinna jarðvinnu fyrir þrjá milljarða króna á Hlíðarenda. Helgi segir heildarkostnaðinn vegna jarðvegsskipta, annars vegar borgarinnar og hins vegar allra lóðarhafa á svæðinu, vera um einn og hálfan milljarð króna. Helgi var ráðinn sem verkefnastjóri Hlíðarendaverkefnisins árið 2014 en allt frá þeim tíma hefur verið lagt mikið upp úr því að reyna að fá efni sem fellur til frá öðrum verkefnum í borginni í vegstæði á Hlíðarenda. „Oft er það ekki hægt af því að efnisgerðin er röng eða tímasetningarnar passa ekki eða það er of mikið af mold sem er að fara í burtu,“ segir Helgi. Fyllingarefni fyrir Hlíðarendaverkefnið hefur fengist úr Urriðaholti og hefur mold frá Hlíðarenda farið í hljóðmanir vegna uppbyggingar akstursíþróttasvæðis í Urriðaholti. Mold hefur verið flutt upp í Bolöldu og þaðan fékkst grús sem er notað á Hlíðarenda.
Bítið Landspítalinn Skipulag Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira