Borgin og HR ósammála um braggasamninginn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. október 2018 11:00 Hérna sést frágangurinn í náðhúsinu svokallaða, sem á að vera fundarherbergi HR. Myndin var tekin í gærkvöldi. Vísir Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra. Braggamálið Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík eru ósammála um hvort allar byggingar við braggann í Nauthólsvík hafi verið afhentar. Borgin segir framkvæmdum lokið en fulltrúi háskólans segir eina bygginguna enn vera ókláraða og að ekki verði tekið við henni í því ástandi. Framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík voru stöðvaðar þegar hávær umræða um framúrkeyrslu hófst en þá var kostnaður við verkefnið, sem átti upphaflega að vera 158 milljónir, kominn vel yfir fjögur hundruð milljónir króna. „Það var stoppað um leið og þetta mál komst upp þannig borgin mun ekki greiða krónu í viðbót í þetta verkefni," sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, í samtali við fréttastofu um miðjan mánuðinn.Um er að ræða þrjár byggingar, braggann sem hýsir nú veitingastað, skemmu sem verður nýsköpunarsetur og síðan það sem er kallað náðhús, sem á að verða fundarherbergi fyrir Háskólann í Reykjavík. Deilan snýr nú að náðhúsinu sem hefur þegar kostað um 46 milljónir króna. Óli Jón Hertervig, skrifstofustjóri á skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar, staðfestir að framkvæmdum af hálfu borgarinnar sé lokið og segir Háskólann í Reykjavík hafa tekið húsnæðið í notkun. „Það eru ekki framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar þarna lengur. Reykjavíkurborg hefur fullnægt ákvæðum leigusamnings og HR tekið húsnæðið í notkun. Aðstaðan mun vonandi nýtast stúdentum og starfsfólki HR vel ókomin ár sem félagsaðstaða og nýsköpunarsetur," segir Óli Jón.Náðhúsið svokallaða, sem á að hýsa fundarherbergi HR.Rafmagn ófrágengið Af skriflegum svörum Háskólans í Reykjavík má hins vegar ráða að þeir telji samning um húsnæðið ekki hafa verið uppfylltan. Hið svokallaða náðhús hafi ekki verið tekið í notkun, enda sé framkvæmdum ekki lokið. „Samkvæmt okkar upplýsingum á eftir að klæða veggi að innan, flota gólf og ganga frá rafmagni en sem leigutaki miðum við við að fá húsið tilbúið fyrir lausar innréttingar," segir í svörum háskólans. Þá segir að leiguverð fyrir allar byggingar hafi ekki verið ákveðið en að það muni fara eftir því hvort byggingar verði afhentar tilbúnar. Háskólinn segist þó til í viðræður við borgina um að klára framkvæmdirnar, en að engin slík tillaga hafi komið frá borginni. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Óli Jón að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar hefði átt að gera borgarráði skýrari grein fyrir stöðu framkvæmda og kostnaði. Það sé á þeirra ábyrgð. Segist hann hafa farið yfir þessi mál með borgarstjóra.
Braggamálið Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira