Frans páfi hefur boðað suðurameríska biskupa kaþólsku kirkjunnar á kirkjuþing á næsta ári til þess að ræða um þann vanda sem kirkjan stendur frammi fyrir á Amazon-svæðinu. Þessu víðfeðma svæði þjóna fáir prestar. Á þinginu stendur til að ræða mögulegar lausnir við vandanum og verður meðal annars rætt um að heimila giftum mönnum, sem sýnt hafa fram á siðvendni sína, að gerast prestar.
Páfi hefur áður sagt að skortur á kaþólskum prestum á heimsvísu kalli á endurskoðun þeirrar hefðar að prestar skuli ekki vera giftir. Prestum hefur fækkað undanfarin ár vegna þeirra mörgu kynferðisofbeldismála sem hafa skekið kirkjuna á heimsvísu.
Til stendur að frumsýna heimildarmynd á Ítalíu í vikunni sem fjallar um á annan tug presta í fjórum Evrópuríkjum sem ýmist eru í leynilegri sambúð með konu, hafa skapað ný kirkjusamfélög sem sniðganga skírlífishefðina eða hafa einfaldlega sagt skilið við kaþólsku kirkjuna vegna hefðarinnar.
Skoða vígslu giftra presta

Tengdar fréttir

Kaþólska kirkjan tekur salvadorskan biskup í dýrlingatölu
Oscar Romero var myrtur af dauðsveitum við messu árið 1980.

Páfi kennir kölska um hneykslismálin
Djöfullinn ber ábyrgð á þeim fjölmörgu kynferðisofbeldishneykslismálum sem hafa skekið kaþólsku kirkjuna.