Segir leyndina þjóna þeim sem hafa eitthvað að fela Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 11:17 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann. Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Óskiljanlegt er að ríkisstjórnin berjist fyrir leynd með frumvarpi dómsmálaráðherra sem myndi fækka dómum sem birtir eru og koma á nafnleynd í dómum og úrskurðum sakamála, að mati formanns Blaðamannafélags Íslands. Hann segir leynd þjóna hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Í drögum að frumvarpi Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um dómstóla og meðferð sakamála er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir og að nafnleyndar verði gætt í dómum og úrskurðum sakamála. Vísað er til sjónarmiða um friðhelgi einkalífs. Einnig er lagt til að dómstólasýslunni verði heimilað að setja reglur um leyfi til myndatöku og hljóðritunar í dómshúsum landsins. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, lýsir furðu sinni vegna frumvarpsins í samtali við Vísi. Leynd af því tagi sem þar sé boðuð sé mikil afturför og til þess fallin að leggja stein í götu gegnsæis í samfélaginu. Það þykir Hjálmari skjóta sérstaklega skökku við á tíu ára afmæli efnahagshrunsins en þá hafi leyndarhyggja stórskaðað íslenskt samfélag. Hann telur íslenska fjölmiðla hafa farið vel með vald sitt og sýnt fram á að þeim sé treystandi til að fjalla um dómsmál í gegnum tíðina. Blaðamenn starfi eftir siðareglum og þeim beri að sýna tillitssemi í erfiðum málum. „Það eru miklu hræðilegri dæmi sem við þekkjum af því sem leyndin hefur valdið og öll tilvikin um alls konar skelfilega hluti sem hafa þrifist í skjóli leyndar og þöggunar,“ segir Hjálmar.Það væri undir duttlungum dómstólasýslu komið hvort heimilað væri að taka myndir eða taka upp hljóð í dómshúsum ef frumvarpið verður að lögum.Vísir/Hanna andrésdóttirNefnir hann dæmi um kynferðisofbeldi sem hafi verið þögguð niður í gegnum tíðina. Opinská umræða um þá hluti og fleiri sé af hinu góða. „Leyndin þjónar hagsmunum þeirra sem hafa eitthvað að fela. Af hverju skyldum við berjast fyrir leynd? Það er bara óskiljanlegt,“ segir Hjálmar.Hagsmunir ákæruvalds og ákærðra að málsmeðferð sé gegnsæ Að mati Hjálmars er það lykilatriði í lýðræðislegum samfélögum að dómþing séu háð í heyranda hljóði og að dómar séu birtir opinberlega. Bæði ákæruvaldið og þeir sem eru ákærðir hafi hagsmuni af því að hægt sé að fara yfir málsmeðferð og að gegnsæi ríki um hana. „Hvað þekkja menn ekki úr sögunni mörg dæmi um það að misfarið hafi verið með dómsvald?“ spyr hann. Því fylgi ýmis vandamál að búa í litlu samfélagi eins og Íslandi. Hjálmar segir það þó ekki breyta því að tala þurfi um það sem misferst í samfélaginu. „Það er ekki betra að gefa Gróu byr undir báða vængi með því að reyna að fela það sem misferst,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Sjá meira
Sakamenn ekki nafngreindir verði fyrirhugað frumvarp að lögum Í drögum að frumvarpi Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er lagt til að dómar sem varða viðkvæm persónuleg málefni verði ekki birtir. 22. október 2018 21:37
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“