Formúlu 1 uppgjör | Ísmaðurinn með sögulegan sigur Bragi Þórðarson skrifar 23. október 2018 14:00 Þetta gæti verið í síðasta skiptið sem við sjáum Kimi fagna með kampavín á efsta þrepi. vísir/getty Kimi Raikkonen stóð uppi sem sigurvegari í átjándu umferð Formúlu 1 sem fram fór í Texas-fylki í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Sigurinn var hans fyrsti frá því í mars árið 2013 og hafði Finninn því beðið í 113 keppnir eftir sigri, sem er nýtt met. Annar á eftir hinum 39 ára gamla Raikkonen varð hinn 21 árs Max Verstappen á Red Bull bíl sínum og síðastur á verðlaunapalli varð Lewis Hamilton. Úrslitin þýða að Hamilton tryggði sér ekki heimsmeistaratitilinn um helgina eins og flestir hefðu spáð. Hann þurfti að vinna Sebastian Vettel með átta stigum eða meira til að ná þeim árangri. Vettel kom Ferrari bíl sínum heim í fjórða sæti og á því enn stærðfræðilega möguleika á titli.Önnur mistök hjá Vettel á fyrsta hring Rétt eins og á Suzuka-brautinni í Japan fyrir tveimur vikum klessti Þjóðverjinn á Red Bull bíl á fyrsta hring. Í þetta skiptið skullu hann og Daniel Ricciardo saman með þeim afleiðingum að Ferrari bíll Vettels hringsnerist. Fyrir vikið var Sebastian dottinn niður í 14. sætið en eins og áður segir náði Sebastian að keyra sig upp í það fjórða. Allt leit út fyrir að Vettel þyrfti að sætta sig við fimmta sætið í kappakstrinum á sunnudaginn. En glæsilegur framúrakstur á Valtteri Bottas á lokahringjum keppninnar tryggði Sebastian fjórða sætið, og þau 12 stig sem því fylgja.Finninn á víða aðdáendur.vísir/gettyFrábær akstur hjá Ísmanninum Kimi Raikkonen áttaði sig sennilega á því fyrir kappaksturinn að þetta gæti orðið hans síðasti séns að bera sigur úr býtum í Formúlu 1 keppni. Finninn, sem er 39 ára og mun aka fyrir Sauber á næsta ári, byrjaði á fremstu röð fyrir aftan Lewis Hamilton en á mýkri, gripmeiri dekkjum. Dekkjakostinn nýtti Kimi sér vel og komst fram úr Bretanum strax í fyrstu beygju. Þetta var í fyrsta skiptið í 38 keppnum sem Ísmaðurinn fór upp um sæti á fyrsta hring. Hamilton fór mjög snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og fyrr en varir var hann búinn að ná Raikkonen aftur þrátt fyrir að Finninn átti eftir að fara inn. Raikkonen keyrði listavel næstu hringi þar á eftir og tókst að halda Lewis fyrir aftan sig. Hamilton tapaði um það bil átta sekúndum á að festast fyrir aftan Ferrari ökumanninn. Þessum átta sekúndum saknaði Bretinn sárt í lok kappakstursins eftir að hann var búinn að skipta aftur um dekk. Hamilton var hraðari en bæði Verstappen og Raikkonen en fann enga leið framhjá Red Bull ökuþórnum. Max Verstappen var ánægður með annað sætið enda góð ástæða til, Hollendingurinn ungi byrjaði nefnilega kappaksturinn í átjánda sæti. Hinn 21 árs gamli Max hafði nú loksins aldur til að drekka kampavínið á verðlaunapallinum í Austin. Lewis Hamilton þarf aðeins fimm stig úr síðustu þremur keppnum tímabilsins til að tryggja sér titilinn, það er ef Vettel vinnur þær allar. Því er því ansi líklegt að Bretinn tryggi sér titilinn í Mexíkó um næstu helgi rétt eins og hann gerði í fyrra. Formúla Tengdar fréttir Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. 21. október 2018 20:15 Sjáðu Raikkonen ná í fyrsta sigurinn í fimm ár Kimi Raikkonen og Max Verstappen komu í veg fyrir að Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 um helgina. Raikkonen sigraði kappaksturinn í Texas í gær. 22. október 2018 12:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Kimi Raikkonen stóð uppi sem sigurvegari í átjándu umferð Formúlu 1 sem fram fór í Texas-fylki í Bandaríkjunum um nýliðna helgi. Sigurinn var hans fyrsti frá því í mars árið 2013 og hafði Finninn því beðið í 113 keppnir eftir sigri, sem er nýtt met. Annar á eftir hinum 39 ára gamla Raikkonen varð hinn 21 árs Max Verstappen á Red Bull bíl sínum og síðastur á verðlaunapalli varð Lewis Hamilton. Úrslitin þýða að Hamilton tryggði sér ekki heimsmeistaratitilinn um helgina eins og flestir hefðu spáð. Hann þurfti að vinna Sebastian Vettel með átta stigum eða meira til að ná þeim árangri. Vettel kom Ferrari bíl sínum heim í fjórða sæti og á því enn stærðfræðilega möguleika á titli.Önnur mistök hjá Vettel á fyrsta hring Rétt eins og á Suzuka-brautinni í Japan fyrir tveimur vikum klessti Þjóðverjinn á Red Bull bíl á fyrsta hring. Í þetta skiptið skullu hann og Daniel Ricciardo saman með þeim afleiðingum að Ferrari bíll Vettels hringsnerist. Fyrir vikið var Sebastian dottinn niður í 14. sætið en eins og áður segir náði Sebastian að keyra sig upp í það fjórða. Allt leit út fyrir að Vettel þyrfti að sætta sig við fimmta sætið í kappakstrinum á sunnudaginn. En glæsilegur framúrakstur á Valtteri Bottas á lokahringjum keppninnar tryggði Sebastian fjórða sætið, og þau 12 stig sem því fylgja.Finninn á víða aðdáendur.vísir/gettyFrábær akstur hjá Ísmanninum Kimi Raikkonen áttaði sig sennilega á því fyrir kappaksturinn að þetta gæti orðið hans síðasti séns að bera sigur úr býtum í Formúlu 1 keppni. Finninn, sem er 39 ára og mun aka fyrir Sauber á næsta ári, byrjaði á fremstu röð fyrir aftan Lewis Hamilton en á mýkri, gripmeiri dekkjum. Dekkjakostinn nýtti Kimi sér vel og komst fram úr Bretanum strax í fyrstu beygju. Þetta var í fyrsta skiptið í 38 keppnum sem Ísmaðurinn fór upp um sæti á fyrsta hring. Hamilton fór mjög snemma inn á þjónustusvæðið í dekkjaskipti og fyrr en varir var hann búinn að ná Raikkonen aftur þrátt fyrir að Finninn átti eftir að fara inn. Raikkonen keyrði listavel næstu hringi þar á eftir og tókst að halda Lewis fyrir aftan sig. Hamilton tapaði um það bil átta sekúndum á að festast fyrir aftan Ferrari ökumanninn. Þessum átta sekúndum saknaði Bretinn sárt í lok kappakstursins eftir að hann var búinn að skipta aftur um dekk. Hamilton var hraðari en bæði Verstappen og Raikkonen en fann enga leið framhjá Red Bull ökuþórnum. Max Verstappen var ánægður með annað sætið enda góð ástæða til, Hollendingurinn ungi byrjaði nefnilega kappaksturinn í átjánda sæti. Hinn 21 árs gamli Max hafði nú loksins aldur til að drekka kampavínið á verðlaunapallinum í Austin. Lewis Hamilton þarf aðeins fimm stig úr síðustu þremur keppnum tímabilsins til að tryggja sér titilinn, það er ef Vettel vinnur þær allar. Því er því ansi líklegt að Bretinn tryggi sér titilinn í Mexíkó um næstu helgi rétt eins og hann gerði í fyrra.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. 21. október 2018 20:15 Sjáðu Raikkonen ná í fyrsta sigurinn í fimm ár Kimi Raikkonen og Max Verstappen komu í veg fyrir að Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 um helgina. Raikkonen sigraði kappaksturinn í Texas í gær. 22. október 2018 12:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Hamilton mistókst að tryggja sér titilinn í Bandaríkjunum Lewis Hamilton mistókst að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1 í kappakstri helgarinnar en keppt var í Austin, Texas í Bandaríkjunum í kvöld. 21. október 2018 20:15
Sjáðu Raikkonen ná í fyrsta sigurinn í fimm ár Kimi Raikkonen og Max Verstappen komu í veg fyrir að Lewis Hamilton fagnaði heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 um helgina. Raikkonen sigraði kappaksturinn í Texas í gær. 22. október 2018 12:30