Logi lét dómarann heyra það: „Horfðu á helvítis leikinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. október 2018 11:00 Logi var ekki sáttur með uppáhalds dómarann sinn um helgina S2 Sport Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Anton Gylfi Pálsson flautaði til hálfleiks í leik FH og Selfoss í Olísdeild karla á laugardag áður en húsklukkan gall. Halldór Jóhann Sigfússon lét dómarann heyra það og tók sérfræðingurinn Logi Geirsson undir reiðilesturinn í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Einar Rafn Eiðsson var kominn einn upp í hraðaupphlaup á móti Pawel Kiepulski og átti skot sem sá pólski varði. Anton Gylfi flautaði hins vegar leikinn af og gaf merki um að Einar Rafn hafi ekki náð skotinu áður en tíminn var úti. Klukkan í húsinu gall ekki fyrr en eftir að Einar Rafn var búinn að skjóta. Dómararnir voru með hljóðnema á sér í leiknum, nýjung sem Seinni bylgjan og Stöð 2 Sport er að innleiða og var notuð í fyrsta skipti í Kaplakrika um helgina. Því mátti heyra greinilega hvað fór fram þegar Halldór gekk til Antons Gylfa í hálfleik. „Afhverju ert þú að flauta? Það er klukka í húsinu?“ spyr Halldór Jóhann, greinilega ósáttur. „Ég flauta þegar það kemur 30,“ svaraði Anton Gylfi og þegar Halldór hélt áfram að rífast í honum hótaði dómarinn að gefa honum tveggja mínútna brottvísun héldi þjálfarinn áfram.Halldór Jóhann var ekki sáttur með Anton Gylfas2 sportStrákarnir í Seinni bylgjunni tóku þetta fyrir í þætti gærkvöldsins og voru sérfræðingarnir Gunnar Berg Viktorsson og Logi Geirsson ekki sammála því hver hafi haft rétt fyrir sér í þessu máli. „Djöfull er hann Anton flottur,“ sagði Gunnar Berg. „Hvað er gæinn að hlaupa út á völl og tuða yfir þessu? Hann klikkaði á færinu og hann dæmdi rétt. Um hvað erum við að tala?“ „Ég er rosalega ósammála,“ sagði Logi þá. „Mér finnst geggjað að það sé mæk á Antoni og þetta er uppáhalds dómarinn minn. Ég er búinn að segja það í mörg ár.“ „Síðan hvenær flautar dómari sjálfur leikinn af? Horfðu á helvítis leikinn. Afhverju ertu að horfa á klukkuna? Hann á að vita hvort að boltinn er inni þegar hún gellur eða ekki. Tíminn er stilltur í 30 mínútur þótt þetta sé ekki digital.“ „Þú horfir á leikinn. Ég hef aldrei séð þetta áður. Mér finnst hann alveg mega taka gagnrýninni. Ég hef aldrei séð dómara flauta leikinn af horfandi á klukkur. Ég veit að þetta er mjög tæpt, en þetta er samt stillt svona. Afhverju er hann að flauta leikinn af?“ „Dómarar kunna alveg að sýna auðmýkt og allt það. Það er líka allt í lagi að láta aðeins öskra á sig,“ sagði Logi og var greinilega heitt í hamsi. Ekki skánaði það þegar Gunnar Berg spurði hvað myndi gerast ef klukkan myndi bila. „Ef að klukkan myndi bila? Þá er eftirlitsdómari líka skilurðu.“ Reiðilestur Loga og umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira