Handbolti

Seinni bylgjan um Elvar: Orðinn fullþroska leikmaður sem er unun að horfa á

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Selfyssingurinn átti frábæran leik á laugardag
Selfyssingurinn átti frábæran leik á laugardag S2 Sport
Elvar Örn Jónsson fór á kostum þegar Selfoss hafði betur gegn FH í Olísdeild karla í handbolta um helgina. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport fóru fögrum orðum um Selfyssinginn í gær.

Elvar var með átta mörk úr níu skotum, átti fimm stoðsendingar í sjö sköpuðum færum í leiknum sem Selfoss vann 27-30

„Það verður ekkert skafið af því að leikmaðurinn er orðinn bara A-landsliðsmaður, fullþroska í vörn, sókn, taka af skarið, það er unun að horfa á þennan leikmann,“ sagði Logi Geirsson um Elvar.

„Hann er alltaf tilbúinn að stíga upp, eins og fleiri í þessu liði. Við erum búnir að horfa á hann spila landsleiki á móti sterkum þjóðum og þeir eiga í erfiðleikum með hann þar líka.“

„Sjálfstraustið í honum er svo rosalega mikið, maður verður aldrei betri heldur en sjálfstraustið. Punktur. Hjá honum, það er í botni. Það er hundrað prósent,“ sagði Logi.

Gunnar Berg Viktorsson tók undir það. „Hann er líka búinn að bæta sig og það er svo gaman að fylgjast með því.“

„Hann bætir sig í hverjum leiknum, lenti í smá meiðslum í fyrra og þurfti aðeins að koma til baka en núna bara tikkar hann inn og tikkar inn. Þetta er framtíðarmaður og rosa gaman að sjá hann í þessum leik, hvernig hann kláraði leikinn,“ sagði Gunnar Berg.

Selfoss er eina liðið sem er taplaust í deildinni eftir sex umferðir ásamt því að vera eina íslenska liðið eftir í Evrópukeppni. Sérfræðingarnir ræddu einnig gengi Selfyssinga og þjálfun Patreks Jóhannessonar, umræðuna alla má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×