Fótbolti

Bonucci hafnaði báðum Manchester liðunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bonucci í leik með Juve.
Bonucci í leik með Juve. getty
Leonardo Bonucci mun væntanlega standa í vörn Juventus í kvöld þegar liðið heimsækir Manchester United í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu.

Bonucci var orðaður við Man Utd í sumar en í stað þess að ganga í raðir enska stórveldisins valdi hann að snúa aftur til Juventus eftir eins árs fjarveru þar sem hann lék með AC Milan á síðustu leiktíð.

„Já mér stóð það til boða en það kom aldrei til greina að velja Man Utd fram yfir Juventus,“ segir Bonucci.

Hann kveðst jafnframt hafa fengið tilboð frá Manchester City sumarið 2016 en þá valdi hann að vera áfram hjá Juve.

„Ég hef haft möguleika á að fara til bæði Man Utd og Man City. Ég talaði við Juventus þegar tilboðið barst frá Man City en við ákváðum að þá væri best að halda áfram að vinna titla með Juventus,“ segir Bonucci.

Hann segir það ekki hafa komið til greina að semja við Man Utd í sumar eftir að Juventus sýndi áhuga.

„Þegar ég átti möguleikann á því að koma aftur aftur heim, aftur til Juventus þá hlustaði ég ekki á nein önnur tilboð,“ segir Bonucci. 

Leikur Man Utd og Juventus hefst klukkan 19:00 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×