Ísgöngin skapa umfangsmikla starfsemi á Húsafellssvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2018 20:00 Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þremur árum eftir að ísgöngin voru opnuð í Langjökli eru þau orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar, með um fimmtíu starfsmenn, og gestafjöldinn í ár stefnir í sextíu þúsund manns. Og starfsemin gengur allt árið. Þetta kom fram þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Það þótti mörgum djörf ákvörðun að grafa ísgöng inn í Langjökul og bjóða ferðamönnum að skoða jökul að innanverðu. Í fyrstu vonuðust menn til að fá kannski 20-30 þúsund gesti yfir árið. Í ár stefnir fjöldinn í 60 þúsund gesti en gert er út frá Húsafelli.Ísgöngin í Langjökli voru opnuð í júnímánuði árið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við opnuðum 1. júní 2015, eftir fjórtán mánaða vinnu við að gera göngin klár. Og búið að ganga rosalega vel síðustu þrjú árin, þetta er búið að vera bara hröð uppbygging,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Arngrímur Hermannsson, frumkvöðull í jökla- og hálendisferðum, er meðal þeirra sem koma að ísgöngunum.Arngrímur Hermannsson við bækistöð „Into the Glacier“ við jaðar Langjökuls.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru að minnsta kosti 35 ár síðan, þá vorum við að byrja með þessa súperjeppa, og það virkaði mjög vel,“ segir Arngrímur. Hér nota menn sérbúna ofurtrukka, sem að grunni voru ætlaðir sem eldflaugaskotpallar. „Þetta eru átta hjóla trukkar sem vigta tuttugu tonn tómir en taka fimmtíu farþega.“Trukkarnir aka með ferðamenn að ísgöngunum í Langjökli allan ársins hring.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo öflugir eru trukkarnir að þeir komast á jökulinn nánast í hvaða veðri sem er. „Og að við skulum vera að gera þetta á hverjum degi, allt árið um kring, er alveg einstakt. Og sérstaklega á veturna, því átti maður alls ekki von á,“ segir Arngrímur. Núna er fyrirtækið orðinn einn stærsti vinnustaður í uppsveitum Borgarfjarðar.Ferðamennirnir leggja upp frá Húsafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson„Ætli við séum ekki í kringum fimmtíu manns sem erum að vinna hjá fyrirtækinu. Fullt af bílum. Við eigum orðið fimm-sex trukka, og starfsemin hér í Húsafelli er orðin gríðarlega umfangsmikil hjá okkur, og á Húsafellssvæðinu má segja,“ segir Kjartan Þór. Fjallað var um uppganginn á Húsafellssvæðinu í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03 Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45 Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þremur árum eftir að ísgöngin voru opnuð í Langjökli eru þau orðin meðal stærstu fyrirtækja Borgarfjarðar, með um fimmtíu starfsmenn, og gestafjöldinn í ár stefnir í sextíu þúsund manns. Og starfsemin gengur allt árið. Þetta kom fram þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Það þótti mörgum djörf ákvörðun að grafa ísgöng inn í Langjökul og bjóða ferðamönnum að skoða jökul að innanverðu. Í fyrstu vonuðust menn til að fá kannski 20-30 þúsund gesti yfir árið. Í ár stefnir fjöldinn í 60 þúsund gesti en gert er út frá Húsafelli.Ísgöngin í Langjökli voru opnuð í júnímánuði árið 2015.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Við opnuðum 1. júní 2015, eftir fjórtán mánaða vinnu við að gera göngin klár. Og búið að ganga rosalega vel síðustu þrjú árin, þetta er búið að vera bara hröð uppbygging,“ segir Kjartan Þór Þorbjörnsson, viðhalds- og þróunarstjóri Into the Glacier. Arngrímur Hermannsson, frumkvöðull í jökla- og hálendisferðum, er meðal þeirra sem koma að ísgöngunum.Arngrímur Hermannsson við bækistöð „Into the Glacier“ við jaðar Langjökuls.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það eru að minnsta kosti 35 ár síðan, þá vorum við að byrja með þessa súperjeppa, og það virkaði mjög vel,“ segir Arngrímur. Hér nota menn sérbúna ofurtrukka, sem að grunni voru ætlaðir sem eldflaugaskotpallar. „Þetta eru átta hjóla trukkar sem vigta tuttugu tonn tómir en taka fimmtíu farþega.“Trukkarnir aka með ferðamenn að ísgöngunum í Langjökli allan ársins hring.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Og svo öflugir eru trukkarnir að þeir komast á jökulinn nánast í hvaða veðri sem er. „Og að við skulum vera að gera þetta á hverjum degi, allt árið um kring, er alveg einstakt. Og sérstaklega á veturna, því átti maður alls ekki von á,“ segir Arngrímur. Núna er fyrirtækið orðinn einn stærsti vinnustaður í uppsveitum Borgarfjarðar.Ferðamennirnir leggja upp frá Húsafelli.Stöð 2/Arnar Halldórsson„Ætli við séum ekki í kringum fimmtíu manns sem erum að vinna hjá fyrirtækinu. Fullt af bílum. Við eigum orðið fimm-sex trukka, og starfsemin hér í Húsafelli er orðin gríðarlega umfangsmikil hjá okkur, og á Húsafellssvæðinu má segja,“ segir Kjartan Þór. Fjallað var um uppganginn á Húsafellssvæðinu í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03 Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30 Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45 Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00 Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ísgöngin í Langjökli: „Þetta á eftir að slá í gegn“ Þegar hafa verið seldar hátt í átta þúsund ferðir í gögnin sem farnar verða á næstunni. 6. júní 2015 22:03
Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. 18. október 2018 21:30
Raforkan frá Húsafelli samsvarar meðalnotkun þúsunda heimila Bændur á Húsafelli framleiða nú raforku sem samsvarar meðalnotkun þrjúþúsund heimila en nýjasta smávirkjunin er sú fjórða í röðinni sem þar rís. 20. október 2018 21:45
Virði ísganganna rauk upp um 55 prósent í fyrra Virði félagsins Into the Glacier, sem býður upp á daglegar ferðir inn í ísgöngin í Langjökli, jókst um ríflega 55 prósent í bókum stærsta eiganda þess. 13. júní 2018 06:00
Stærstu manngerðu ísgöng í Evrópu vígð í dag „Þetta er einn af mínum uppáhaldsviðkomustöðum nú þegar,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra. 5. júní 2015 21:24