Eldri borgarar flykkjast í skattleysi í Portúgal Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. október 2018 20:00 Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Áhugi íslenskra eldri borgara á flutningum til Portúgals hefur stóraukist að undanförnu að sögn lögmanns. Þar geta þeir sem hafa ekki starfað fyrir ríki eða sveitarfélög fengið ellilífeyrinn skattfrjálsan í tíu ár. Sífellt fleiri virðast kjósa að flytja úr landi við eftirlaunaaldur og í fyrra náði fjöldinn methæðum miðað við síðustu ár þegar 53 einstaklingar fluttu af landi brott. Um fimmtungur þeirra fluttu til Portúgal þar sem ellillífeyrir er ekki skattlagður. Nokkur skilyrði eru þó á skattleysinu og geta þeir sem störfuðu fyrir ríki eða sveitarfélög ekki neitt sér úrræðið. Þá þarf fólk að leigja eða kaupa fasteign í landinu. „Ég hef orðið vör við að þetta er að aukast alveg mjög mikið bara undanfarna mánuði," segir Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður. Hægt er að nýta þetta í tíu ár. „Þeir eru bara með þessa ívilnun í tíu ár vegna þess að annars væru þeir sennilega að brjóta evrópureglur um mismunun og annað," segir hún.Elísabet Guðbjörnsdóttir, lögmaður.Heimilisfesti í Portúgal er skilyrði fyrir skattleysinu, en það þýðir að fólk þarf að búa þar í að minnsta kosti 183 daga á ári. Þá þarf að fá vottorð frá portúgölskum yfirvöldum um skattlagninguna þar og framvísa því til ríkisskattstjóra árlega. Vegna tvísköttunarsamninga verða tekjurnar ekki skattlagðar í tveimur löndum. Fyrirkomulagið hefur verið til umræðu í Finnlandi og til stendur að endurskoða tvísköttunarsamning þeirra á næsta ári til þess að koma í veg fyrir skattflóttann. Ástþór Magnússon hefur ásamt portúgölskum viðskiptafélaga stofnað fyrirtæki í kringum þetta og auglýsir nú frítt húsnæði í Portúgal, en á þá við að fólk geti nýtt skattalegan mismun til fasteignakaupa. „Við eigum í viðræðum um kaup á stórri blokk og heilu hverfi, það eru um 200 íbúðir," segir Ástþór. „Og erum byrjaðir að taka niður fólk á lista sem vill vera með að kaupa í þessum hverfum sem við erum að vinna með. Ég á von á því á næstu mánuðum að fólk geti byrjað að flytja niður til Portúgal í þessar íbúðir sem við getum útvegað," segir Ástþór.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira