Samstaða og barátta í sextíu ár Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun