Ríkisstjórn Ítalíu virðir athugasemdir ESB að vettugi Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. október 2018 18:30 Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að fylgja reglum um opinber fjármál sem eru ekki ósvipuð íslenskum lögum um sama efni sem Alþingi samþykkti árið 2015. Tilgangurinn með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika svo ríkisstjórnir freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld jafnvel þótt hávær krafa sé um það frá kjósendum. Þær fela í sér að ríki ESB hafi samráð um fjárlagagerð og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstjórn Ítalíu tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag að hún hygðist ekki breyta fjárlagafrumvarpi næsta árs svo það uppfylli reglurnar þrátt fyrir athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar. Frumvarpið eykur fjárlagahallann á Ítalíu upp í 2,4 prósent af vergri landsframleiðslu sem er þrefalt meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Giovanni Tria efnahagsmálaráðherra Ítalíu segir í bréfi til framkvæmdastjórnarinnar að ríkisstjórn Ítalíu telji nauðsynlegt að auka ríkisútgjöld til að styðja við hagvöxt í landinu eftir áratug af kyrrstöðu eftir alþjóðlegu fjármálarkeppuna. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu sagði á blaðamannafundi í dag að Ítalir væru ekki á leið út úr Evrópusambandinu þrátt fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka ríkisútgjöld og fara gegn reglum ESB um opinber fjármál. Hann kallaði eftir samtali við stofnanir ESB vegna fjárlagafrumvarpsins. Framkvæmdastjórn ESB sagði í síðustu viku að fjárlagafrumvarp Ítalíu væri án fordæma í sögu Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin ætlar að bregðast formlega við bréfi ríkisstjórnar Ítalíu á morgun. Ef framkvæmdastjórnin fer fram á endurskoðun fjárlagafrumvarpsins verður það í fyrsta sinn sem slík krafa er gerð til aðildarríkis sambandsins og hefur ríkisstjórn Ítalíu þá þrjár vikur til að bregðast við kröfu um slíkt. Á meðal þeirra flokka sem eiga aðild að samsteypustjórn Ítalíu, sem var mynduð eftir síðustu kosningar, eru Fimm stjörnu hreyfingin og Lega sem áður bauð fram undir heitinu Leganord en báðir flokkarnir eru yfirleitt bendlaðir við þjóðernispopúlisma í umræðu um ítölsk stjórnmál. Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að virða að vettugi reglur Evrópusambandsins um opinber fjármál og ætlar að skila fjárlagafrumvarpi með halla sem brýtur gegn reglunum þrátt fyrir athugasemdir og aðfinnslur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Forsætisáðherra Ítalíu segir að landið sé ekki á leið út úr ESB. Öll aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að fylgja reglum um opinber fjármál sem eru ekki ósvipuð íslenskum lögum um sama efni sem Alþingi samþykkti árið 2015. Tilgangurinn með reglunum er að tryggja fjármálastöðugleika svo ríkisstjórnir freistist ekki til að stórauka ríkisútgjöld jafnvel þótt hávær krafa sé um það frá kjósendum. Þær fela í sér að ríki ESB hafi samráð um fjárlagagerð og skuldir og útgjöld aðildarríkja þurfi að vera undir ákveðnu viðmiði sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkisstjórn Ítalíu tilkynnti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í dag að hún hygðist ekki breyta fjárlagafrumvarpi næsta árs svo það uppfylli reglurnar þrátt fyrir athugasemdir framkvæmdastjórnarinnar. Frumvarpið eykur fjárlagahallann á Ítalíu upp í 2,4 prósent af vergri landsframleiðslu sem er þrefalt meira en gert var ráð fyrir í fjármálaáætlun fyrri ríkisstjórnar. Giovanni Tria efnahagsmálaráðherra Ítalíu segir í bréfi til framkvæmdastjórnarinnar að ríkisstjórn Ítalíu telji nauðsynlegt að auka ríkisútgjöld til að styðja við hagvöxt í landinu eftir áratug af kyrrstöðu eftir alþjóðlegu fjármálarkeppuna. Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu sagði á blaðamannafundi í dag að Ítalir væru ekki á leið út úr Evrópusambandinu þrátt fyrir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að auka ríkisútgjöld og fara gegn reglum ESB um opinber fjármál. Hann kallaði eftir samtali við stofnanir ESB vegna fjárlagafrumvarpsins. Framkvæmdastjórn ESB sagði í síðustu viku að fjárlagafrumvarp Ítalíu væri án fordæma í sögu Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin ætlar að bregðast formlega við bréfi ríkisstjórnar Ítalíu á morgun. Ef framkvæmdastjórnin fer fram á endurskoðun fjárlagafrumvarpsins verður það í fyrsta sinn sem slík krafa er gerð til aðildarríkis sambandsins og hefur ríkisstjórn Ítalíu þá þrjár vikur til að bregðast við kröfu um slíkt. Á meðal þeirra flokka sem eiga aðild að samsteypustjórn Ítalíu, sem var mynduð eftir síðustu kosningar, eru Fimm stjörnu hreyfingin og Lega sem áður bauð fram undir heitinu Leganord en báðir flokkarnir eru yfirleitt bendlaðir við þjóðernispopúlisma í umræðu um ítölsk stjórnmál.
Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira