Stærsta hótelkeðja Bretlands opnar lággjaldahótel Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. október 2018 14:07 Herbergin eru hönnuð af fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í hönnun flugfarrýma. Whitbread Ný lággjaldahótelkeðja mun hefja rekstur í upphafi næsta árs á Bretlandseyjum. Um er að ræða nýjasta útspil Whitbread, eiganda hótelkleðjunnar Premier Inn, sem reynir nú að fóta sig eftir að hafa selt kaffihúsarisann Costa Coffee til Coca-Cola fyrr á þessu ári.Nýju hótelin verða rekin undir nafninu Zip by Premier Inn og verða þau staðsett í útjaðri stórborga og bæja. Nóttin mun kosta frá 19 pundum, um 2900 krónum, en lægsta verð Premier Inn til þessa hefur verið 49 pund. Það er þó ekki aðeins verðið sem er rúmlega helmingi minna heldur herbergin sömuleiðis, en þau eru ekki nema 8,5 fermetrar að stærð. Alison Brittain, forstjóri Whitbread, segir að nýja hótelkeðjan sé sérhönnuð fyrir þá kynslóð neytenda sem kallar eftir lægra verði á kostnað þæginda. Ljóst er að aðstandendur hótelkeðjunnar hafa horft til lággjaldaflugfélaga í þessum efnum en viðskiptavinum býðst að kaupa ýmsa umframþjónustu, sem ekki er innifalin í grunnverðinu. Má þar til að mynda nefna þrif, en vilji viðskiptavinir láta þrífa herbergi sín daglega þurfa þeir að greiða fyrir það 5 pund aukalega á dag. Þrátt fyrir að þráðlaust net sé innifalið í grunnverðinu geta gestir hótelanna einnig greitt 5 pund til að fá aðgang að háhraðaneti í 24 klukkustundir.Í herbergjunum má finna lítið sjónvarp og tvö einbreið rúm.WhitbreadÞess konar tekjuöflun hefur gefið góða raun í flugheiminum. Þannig var greint frá því í dag að tekjur Ryanair af sölu á umframþjónustu hafi aukist um 27 prósent á milli ára. Það er þó ekki eini innblásturinn sem eigendur Zip fengu úr fluggeiranum. Herbergi hótelkeðjunnar eru hönnuð af PriestmannaGoode, sem hefur meðal annars séð um að útbúa fyrstu-farrými fyrir flugfélög á borð við Air France, Lufthansa og Swiss Airlines. Í herbergjunum má finna tvö einbreið rúm sem ýta má saman, 24 tommu sjónvarp og lítið baðherbergi með sturtu. Á hótelunum verður að finna sameiginlegt svæði þar sem kaupa má morgunmat en því er síðan breytt í bar þegar líður á daginn. Þá eru sameiginleg þvottaherbergi á öllum hæðum. Fyrsta Zip-hótelið mun opna í jaðri Cardiff í upphafi næsta árs en þar verður að finna 138 herbergi. Þá hefur hótelkeðjan útvegað sér lóð í Southampton þar sem til stendur að opna 140 herbergja lággjaldahótel. Premier Inn er stærsta hótelkeðja Bretlandseyja. Keðjan rekur alls um 800 hótel, en þar af eru nokkur í Þýskalandi og Austurlöndum nær. Whitbread seldi kaffihúsakeðjuna Costa Coffee til Coca-Cola í lok ágúst, við mikinn fögnuð fjárfesta. Tengdar fréttir Coca-Cola kaupir Costa Coffee Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. 31. ágúst 2018 08:38 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ný lággjaldahótelkeðja mun hefja rekstur í upphafi næsta árs á Bretlandseyjum. Um er að ræða nýjasta útspil Whitbread, eiganda hótelkleðjunnar Premier Inn, sem reynir nú að fóta sig eftir að hafa selt kaffihúsarisann Costa Coffee til Coca-Cola fyrr á þessu ári.Nýju hótelin verða rekin undir nafninu Zip by Premier Inn og verða þau staðsett í útjaðri stórborga og bæja. Nóttin mun kosta frá 19 pundum, um 2900 krónum, en lægsta verð Premier Inn til þessa hefur verið 49 pund. Það er þó ekki aðeins verðið sem er rúmlega helmingi minna heldur herbergin sömuleiðis, en þau eru ekki nema 8,5 fermetrar að stærð. Alison Brittain, forstjóri Whitbread, segir að nýja hótelkeðjan sé sérhönnuð fyrir þá kynslóð neytenda sem kallar eftir lægra verði á kostnað þæginda. Ljóst er að aðstandendur hótelkeðjunnar hafa horft til lággjaldaflugfélaga í þessum efnum en viðskiptavinum býðst að kaupa ýmsa umframþjónustu, sem ekki er innifalin í grunnverðinu. Má þar til að mynda nefna þrif, en vilji viðskiptavinir láta þrífa herbergi sín daglega þurfa þeir að greiða fyrir það 5 pund aukalega á dag. Þrátt fyrir að þráðlaust net sé innifalið í grunnverðinu geta gestir hótelanna einnig greitt 5 pund til að fá aðgang að háhraðaneti í 24 klukkustundir.Í herbergjunum má finna lítið sjónvarp og tvö einbreið rúm.WhitbreadÞess konar tekjuöflun hefur gefið góða raun í flugheiminum. Þannig var greint frá því í dag að tekjur Ryanair af sölu á umframþjónustu hafi aukist um 27 prósent á milli ára. Það er þó ekki eini innblásturinn sem eigendur Zip fengu úr fluggeiranum. Herbergi hótelkeðjunnar eru hönnuð af PriestmannaGoode, sem hefur meðal annars séð um að útbúa fyrstu-farrými fyrir flugfélög á borð við Air France, Lufthansa og Swiss Airlines. Í herbergjunum má finna tvö einbreið rúm sem ýta má saman, 24 tommu sjónvarp og lítið baðherbergi með sturtu. Á hótelunum verður að finna sameiginlegt svæði þar sem kaupa má morgunmat en því er síðan breytt í bar þegar líður á daginn. Þá eru sameiginleg þvottaherbergi á öllum hæðum. Fyrsta Zip-hótelið mun opna í jaðri Cardiff í upphafi næsta árs en þar verður að finna 138 herbergi. Þá hefur hótelkeðjan útvegað sér lóð í Southampton þar sem til stendur að opna 140 herbergja lággjaldahótel. Premier Inn er stærsta hótelkeðja Bretlandseyja. Keðjan rekur alls um 800 hótel, en þar af eru nokkur í Þýskalandi og Austurlöndum nær. Whitbread seldi kaffihúsakeðjuna Costa Coffee til Coca-Cola í lok ágúst, við mikinn fögnuð fjárfesta.
Tengdar fréttir Coca-Cola kaupir Costa Coffee Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. 31. ágúst 2018 08:38 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Coca-Cola kaupir Costa Coffee Gosdrykkjarisinn Coca-Cola hefur samþykkt að kaupa kaffihúsakeðjuna Costa Coffee út úr móðurfyrirtæki þess, Whitbread. Talið er að kaupverðið nemi alls um 3,9 milljörðum punda, rúmlega 540 milljörðum króna. 31. ágúst 2018 08:38