Bjarni Fritzson: Fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. október 2018 19:30 Bjarni Fritzson er þjálfari ÍR. vísir/bára KA og ÍR skildu jöfn eftir æsilega lokamínútur í 6.umferð Olís-deildarinnar í KA-heimilinu í kvöld. ÍR-ingar virtust vera að sigla nokkuð þægilegum sigri í hús þar til að KA-menn tóku öll völd á lokamínútunum og náðu að jafna metin tveimur sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar voru mjög ósáttir við ákvarðanir dómaranna á þessum lokakafla og fékk Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að líta rauða spjaldið í leikslok. Bjarni var þó hinn rólegasti þegar hann mætti í viðtal og fór yfir það hvernig þessi lokakafli horfði við honum. „Mér sýnist Pétur vera kominn í dauðafæri (í lokasókn ÍR) og það er brotið á honum. Hann nær varla skoti á markið en þeir dæma bara ekki neitt. Ég á ekki orð yfir þetta. Svo sýndist mér vera ólögleg skipting í lokasókninni þeirra en ég er ekki viss. Ég sá það ekki en það bar þess merki. Það skiptir ekki öllu máli,“ sagði Bjarni en afhverju fékk hann rautt spjald? „Ég fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa. Ég var svo ósáttur við strákana að við skyldum hafa glutrað þessu niður. Ég var mjög pirraður og sparkaði ágætlega í einhvern brúsa. Ég ræddi ekkert við dómarana í kjölfarið af því,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar voru einnig ósáttir við annað atvik þegar Bjarni taldi sig hafa verið búinn að biðja um leikhlé áður en ÍR fór í skot. Þeir fengu hins vegar ekki að taka leikhléið þá og KA-menn fengu boltann. Þrátt fyrir þessi þrjú stóru atvik segir Bjarni að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá liðinu sínu. „Fyrst og fremst erum við ósáttir við okkur sjálfa. Við köstum þessu frá okkur sjálfir og verðum að taka ábyrgð á því.“ „Við vorum rosalega óagaðir fyrstu 15 mínúturnar og þeir skoruðu í hverri sókn. Svo náðum við að loka vörninni og spilum í heildina góðan varnarleik. Við nærðumst á töpuðu boltunum þeirra en ráðum svo kannski ekki við spennustigið hérna í lokin,“ sagði Bjarni að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
KA og ÍR skildu jöfn eftir æsilega lokamínútur í 6.umferð Olís-deildarinnar í KA-heimilinu í kvöld. ÍR-ingar virtust vera að sigla nokkuð þægilegum sigri í hús þar til að KA-menn tóku öll völd á lokamínútunum og náðu að jafna metin tveimur sekúndum fyrir leikslok. ÍR-ingar voru mjög ósáttir við ákvarðanir dómaranna á þessum lokakafla og fékk Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að líta rauða spjaldið í leikslok. Bjarni var þó hinn rólegasti þegar hann mætti í viðtal og fór yfir það hvernig þessi lokakafli horfði við honum. „Mér sýnist Pétur vera kominn í dauðafæri (í lokasókn ÍR) og það er brotið á honum. Hann nær varla skoti á markið en þeir dæma bara ekki neitt. Ég á ekki orð yfir þetta. Svo sýndist mér vera ólögleg skipting í lokasókninni þeirra en ég er ekki viss. Ég sá það ekki en það bar þess merki. Það skiptir ekki öllu máli,“ sagði Bjarni en afhverju fékk hann rautt spjald? „Ég fékk rautt spjald fyrir að sparka í brúsa. Ég var svo ósáttur við strákana að við skyldum hafa glutrað þessu niður. Ég var mjög pirraður og sparkaði ágætlega í einhvern brúsa. Ég ræddi ekkert við dómarana í kjölfarið af því,“ sagði Bjarni. ÍR-ingar voru einnig ósáttir við annað atvik þegar Bjarni taldi sig hafa verið búinn að biðja um leikhlé áður en ÍR fór í skot. Þeir fengu hins vegar ekki að taka leikhléið þá og KA-menn fengu boltann. Þrátt fyrir þessi þrjú stóru atvik segir Bjarni að ábyrgðin liggi fyrst og fremst hjá liðinu sínu. „Fyrst og fremst erum við ósáttir við okkur sjálfa. Við köstum þessu frá okkur sjálfir og verðum að taka ábyrgð á því.“ „Við vorum rosalega óagaðir fyrstu 15 mínúturnar og þeir skoruðu í hverri sókn. Svo náðum við að loka vörninni og spilum í heildina góðan varnarleik. Við nærðumst á töpuðu boltunum þeirra en ráðum svo kannski ekki við spennustigið hérna í lokin,“ sagði Bjarni að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA 25-25 ÍR | Flautumark tryggði KA jafntefli Tarik Kasumovic tryggði KA stig gegn ÍR með flautumarki í kvöld. 20. október 2018 19:45