Farþegarnir tóku misvel í það hversu hratt flugvélinni var lent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2018 11:30 Hér má sjá flugferil vélarinnar í aðdraganda lendingarinnar. Mynd/Flightradar24/Harrison Hove Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Það tók aðeins um tíu mínútur frá því að farþegum um borð í vél Icelandair á leið frá Orlando var tilkynnt að lenda þyrfti vélinni á flugvelli í Kanada þangað til vélin var lent. Farþegi um borð segir að viðbrögð farþega við atburðarrásinni hafi verið mjög mismunandi en að flugmennirnir hafi staðið sig gríðarlega vel.„Í huganum fer maður yfir ýmsar mögulegar aðstæður og ég get sagt þér að sumir farþegar voru mjög stressaðir eða hræddir, en aðrir voru bara pollrólegir,“ segir Harrison Hove, fréttamaður frá Flórída, í samtali við Vísi en hann var um borð í vélinni sem lent var á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar.Vélinni var lent á herflugvellinum í Bagotsville í Kanada en í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair að samkvæmt verklagi við þessar aðstæður væri alltaf lent á næsta tiltæka flugvelli.Ferðin var næstum því hálfnuð þegar lenda þurfti í Kanada.Mynd/FlightRadarVar taugaóstyrkur en flugstjórinn róaði hann Á vef FlightRadar24 má sjá að ekki líða nema rúmlega 20 mínútur frá því að vélin fer að lækka flug úr 35 þúsund fetum og þangað hún er stopp á flughlaðinu á flugvellinum. Þar af fór vélin úr 20 þúsund fetum í rúmlega átta þúsund fet á fimm mínútum. Hove segir þó að farþegar hafi ekki mikið fundið fyrir lækkunninni. „Þetta var bara mjög hröð lending. Það liðu kannski tíu mínútur frá „eitthvað er að“ yfir í „hvar erum við?,“ segir Hove. Á meðan vélin lækkaði flugið fengu farþegar ekki að vita af hverju lenda þyrfti vélinni og að óvissan hafi verið svolítið erfið. Segir Hove að þrátt fyrir að hann sé vanur því að fljúga hafi hann orðið svolítið taugaóstyrkur en að hann hafi fylgst vel með á skjánum í sætisbakinu fyrir framan hann og þannig gat hann séð hvert vélin væri að fara.Harrison Hove.Mynd/Harrison Hove.„Flugstjórinn lét mér einnig líða mun betur þegar hann sagði okkur að hann hefði fulla stjórn á vélinni,“ segir Hove sem segir að flugmennirnir eigi mikið hrós fyrir hversu vel þeir höndluðu aðstæðurnar, það hafi líklega róað marga í flugvélinni. Þegar vélin var lent útskýrði flugstjórinn fyrir farþegum hvað hafði komið fyrir. Segir Hove að flugvirki sem sat fyrir framan hann hafi fengið að kíkja í flugstjórnarklefann eftir að vélin var lent. Frá honum hafi hann fengið þeir upplýsingar að stærsta sprungan hefði verið um tuttugu sentimetrar. Vélinni var lent klukkan 22.18 að staðartíma, eða klukkan 2.18 í nótt að íslenskum tíma. Búist er við því að Icelandair sendi vél til þess að sækja farþegana og koma þeim til Íslands en Hove var á leið til Íslands í stutt frí.Flugvél Icelandair lent á herflugvelli í Kanada
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Flugvél Icelandair lenti á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu Flugvél Icelandair á leið frá Orlando í Bandaríkjunum var lent á herflugvelli í Kanada eftir að sprunga kom í framrúðu flugvélarinnar. 20. október 2018 09:08