Hamilton skildi keppendurna um titilinn eftir í reyknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 08:00 Lewis Hamilton. Getty Breski ökuþórinn Lewis Hamilton getur skrifað nafn sitt í sögubækur Formúlunnar um helgina og unnið sinn fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra á braut þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Kappaksturinn í Austin, Texas, er fjórði síðasti kappakstur ársins og er óhætt að segja að Hamilton sé með pálmann í höndunum í baráttunni við Sebastian Vettel um heimsmeistaratitilinn. Takist Hamilton að bæta átta stigum við forskot sitt á Vettel er titillinn hans þótt þrjár keppnir verði eftir. Ef Hamilton tekst að vinna titilinn um helgina verður hann þriðji ökuþórinn í sögu Formúlunnar sem vinnur fimm heimsmeistaratitla á eftir hinum argentínska Juan Manuel Fangio sem einokaði keppnina fyrstu árin og goðsögninni Michael Schumacher sem vann sjö titla á sigursælum ferli sínum Hamilton kom inn í Formúluna með látum í ársbyrjun 2007 og komst strax á verðlaunapall í fyrstu keppni fyrir hönd McLaren. Varð hann yngsti heimsmeistari ökuþóra í sögu keppninnar ári síðar. Tókst honum ekki að fylgja því eftir og eftir þrjú vonbrigðaár hjá McLaren samdi hann við Mercedes sem reyndist heillaskref fyrir báða aðila. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á fyrsta tímabili vann hann tvo titla í röð og þrjá á síðustu fjórum árum og er á hraðferð í átt að fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Hamilton þurfti að hætta keppni í Austurríki í byrjun júlí vegna vélarbilunar en eftir það hefur allt gengið upp á tíu hjá honum. Forskot Hamiltons á Vettel var komið niður í tíu stig en þá setti Hamilton aftur í gír. Skildi hann keppendurna eftir í reyknum með því að vinna sex keppnir og lenda í öðru sæti tvisvar í síðustu átta keppnum. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Breski ökuþórinn Lewis Hamilton getur skrifað nafn sitt í sögubækur Formúlunnar um helgina og unnið sinn fimmta heimsmeistaratitil ökuþóra á braut þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Kappaksturinn í Austin, Texas, er fjórði síðasti kappakstur ársins og er óhætt að segja að Hamilton sé með pálmann í höndunum í baráttunni við Sebastian Vettel um heimsmeistaratitilinn. Takist Hamilton að bæta átta stigum við forskot sitt á Vettel er titillinn hans þótt þrjár keppnir verði eftir. Ef Hamilton tekst að vinna titilinn um helgina verður hann þriðji ökuþórinn í sögu Formúlunnar sem vinnur fimm heimsmeistaratitla á eftir hinum argentínska Juan Manuel Fangio sem einokaði keppnina fyrstu árin og goðsögninni Michael Schumacher sem vann sjö titla á sigursælum ferli sínum Hamilton kom inn í Formúluna með látum í ársbyrjun 2007 og komst strax á verðlaunapall í fyrstu keppni fyrir hönd McLaren. Varð hann yngsti heimsmeistari ökuþóra í sögu keppninnar ári síðar. Tókst honum ekki að fylgja því eftir og eftir þrjú vonbrigðaár hjá McLaren samdi hann við Mercedes sem reyndist heillaskref fyrir báða aðila. Eftir að hafa lent í fjórða sæti á fyrsta tímabili vann hann tvo titla í röð og þrjá á síðustu fjórum árum og er á hraðferð í átt að fjórða meistaratitlinum á fimm árum. Hamilton þurfti að hætta keppni í Austurríki í byrjun júlí vegna vélarbilunar en eftir það hefur allt gengið upp á tíu hjá honum. Forskot Hamiltons á Vettel var komið niður í tíu stig en þá setti Hamilton aftur í gír. Skildi hann keppendurna eftir í reyknum með því að vinna sex keppnir og lenda í öðru sæti tvisvar í síðustu átta keppnum.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira