Spíser dú dansk? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. október 2018 07:00 Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun
Maður skyldi ætla að Píratar væru búnir að leggja nafn Piu Kjærsgaard á minnið. Nóg kom hún í bakið á þeim í sumar á Alþingishátíðinni þegar í ljós kom að þeir gleymdu að gúgla hana og vissu því ekkert um stjórnmálaskoðanir hennar. En eftir að kommentakerfið hafði logað í rúmlega 37 mínútur ákváðu þeir að sniðganga hátíðarfund á Þingvöllum, svo mikið var þeim niðri fyrir. Víkur nú sögunni til kóngsins Kaupmannahafnar. Þar var á dögunum systurhátíð Þingvallafundarins. Fínasta fólk Danmerkur og Íslands sat undir ræðum á milli þess sem skálað var og allir auðvitað á dagpeningum eins og lög gera ráð fyrir. Einn þingmanna Pírata var fulltrúi Íslands á þessari herlegu samkomu. Nú myndu einhverjir halda, í ljósi harðrar afstöðu Pírata gegn ræðuhöldum Piu á Íslandi, að Píratinn myndi neita að taka þátt í athöfninni í Kaupmannahöfn. Reyndar væri jafnvel ríkari ástæða til mótmæla, því í Danmörku búa fórnarlömb málflutnings Piu. Að minnsta kosti væri nauðsynlegt fyrir Píratann okkar að gæta lágmarks samræmis í afstöðu sinni. Líklegast er að Píratarnir hafi ekki lesið dagskrána, ekki frekar en síðast. En nú var ekkert svigrúm til fundahalda, Píratinn okkar sest í sætið sitt með fangið fullt af snittum og allt í einu birtist Pía á sviðinu, eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Góð ráð dýr. En svo blessunarlega vildi til að Pia talaði á dönsku. Þrátt fyrir danskt eftirnafn Píratans okkar þá sagði hún aðspurð að í raun hefði þetta allt verið í lagi, því hún skildi ekki dönsku. Og þar með samviskan hrein.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun