
Greindu ekki frá eiturlyfjanotkun Hernandez í fangelsinu

Hernandez fékk lífstíðardóm fyrir morð og fyrirfór sér síðan í fangelsinu í apríl á síðasta ári.
Nú hefur komið í ljós að Hernandez var að neyta eiturlyfsins K2 dagana áður en hann dó. Það staðfestir annar fangi en þeim upplýsingum var haldið leyndum. Þar til nú.
„Hann reykti mikið K2 í klefanum og var ekki með sjálfum sér. Þessi skítur eyðileggur fólk,“ sagði fanginn.
Krufning á heila Hernandez leiddi í ljós að hann var illa skaddaður af CTE. Eiturlyfjanotkun ofan í það er talin skýra að mörgu leyti hegðun hans síðustu daga á jörðinni.
Hann var orðinn andlega þenkjandi dagana áður en hann lést en það var hann ekki áður. Er hann framdi sjálfsmorð var biblían á Jóhannesarguðspjalli 3.16. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf,“ stendur þar.
Svo hafði Hernandez ritað „3:16“ á enni sitt í blóði. Því er haldið fram af sumum að eiturlyfjanotkunin hafi breytt hegðun hans og síðan orðið þess valdandi að hann fyrirfór sér.
Tengdar fréttir

Hernandez svipti sig lífi
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez er látinn en hann fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes í nótt.

Ástmaður Aaron Hernandez var sá síðasti sem sá hann á lífi
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez fyrirfór sér í fangelsi í Massachusettes þann 18. apríl.

Yfirvöld staðfesta sjálfsvíg | Heili Hernandez gefinn til rannsóknar
Yfirvöld í Massachusettes-fylki hafa staðfest að ekki sé vafi á því að Aaron Hernandez hafi svipt sig lífi. Lögfræðingar hans höfðu lýst yfir efasemdum um að það væri satt.

Þegar Hernandez sá dóttur sína í síðasta sinn
Það er aðeins vika síðan dæmdi morðinginn Aaron Hernandez sá fjögurra ára dóttur sína. Það var í síðasta skiptið sem þau hittust.

Heili Hernandez var illa skaddaður
Rannsóknir á heila morðingjans Aaron Hernandez, fyrrum leikmanni New England Patriots, hafa leitt í ljós miklar skemmdir á heilanum. Hann var með CTE eins og svo margir aðrir leikmenn deildarinnar.

Hernandez dæmdur í lífstíðarfangelsi
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Aaron Hernandez var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi og á engan möguleika á náðun.