Mafíuforinginn „Whitey“ Bulger fannst látinn Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2018 17:43 Bulger var sakfelldur fyrir morð í Massachusetts, Flórída og Oklahoma. Vísir/EPA Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans. Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Alræmdi mafíósinn James „Whitey“ Bulger fannst látinn í klefa sínum í alríkisfangelsi í Vestur-Virginíu í dag. Bulger hélt Boston í heljargreipum sem foringi glæpagengi og var á flótta undan yfirvöldum í hátt á annan áratug. Ábending frá íslenskri konu leiddi til handtöku hans fyrir sjö árum. Bulger, sem var 89 ára gamall, afplánaði lífstíðarfangelsi í Hazelton-hámarksöryggisfangelsinu. Hann var sakfelldur fyrir ellefu morð víða um Bandaríkin árið 2013, að því er segir í frétt NBC-sjónvarpsstöðvarinnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir bandarískir fjölmiðlar fullyrði að Bulger hafi verið ráðinn bani. Bulger hafði verið fluttur í fangelsið frá öðru í Flórída í dag. Í sextán ár var Bulger á meðal efstu manna á lista þeirra glæpamanna sem bandaríska alríkislögreglan FBI vildi helst handsama. Hann var handtekinn í Söntu Móniku í Kaliforníu eftir ábendingu frá Önnu Björnsdóttur, íslenskri konu, sem bjó í næsta húsi við Bulger og kærustuna hans. Fullyrt var í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma að Anna hefði horft á sjónvarpsþátt um Bulger og kærustu hans Christine Greig og borið kennsl á þau. Hún hafi haft samband við FBI frá Íslandi. Fyrir ábendinguna hafi hún fengið tvær milljónir dollara. Greig var sakfelld fyrir auðkennisþjófnað og að hylma yfir með flóttamanninum. Hún afplánar nú fangelsisdóm í Minnesota í Bandaríkjunum. Bulger var leiðtogi Vetrarhæðargengisins í Boston. Mál hans vakti mikla athygli vegna ásakna um að FBI hefði notað Bulger sem uppljóstrara og fyrir vikið litið fram hjá voðaverkum hans.
Andlát Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15 Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20 „Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25 Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Birting á nafni Önnu sætir harðri gagnrýni Anna Björnsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning og leikkona, getur verið í hættu stödd eftir að bandaríska dagblaðið Boston Globe skýrði frá því að það hefði verið hún sem bar kennsl á hinn eftirlýsta glæpamann James "Whitey“ Bulger. 11. október 2011 04:15
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Unnusta Bulgers í 8 ára fangelsi Cathereine Greig, unnusta James Whitey Bulgers, var dæmd í átta ára fangelsi í kvöld fyrir að aðstoða Bulger við að flýja réttvísina. 12. júní 2012 23:20
„Whitey" Bulger handtekinn í Santa Monica Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur handtekið James "Whitey" Bulger, glæpaforingja frá Boston sem hefur verið á flótta í sextán ár. Bulger var efstur á lista þeirra sem alríkislögreglan vill ná í eftir að Osama Bin Laden var drepinn í Pakistan á dögunum. 23. júní 2011 07:25
Bulger veldur titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar Handtaka James "Whitey“ Bulger hefur valdið titringi innan bandarísku alríkislögreglunnar í ljósi þess að Bulger, sem er 81 árs gamall, var uppljóstrari lögreglunnar á sama tíma og hann var nokkurskonar glæpakóngur í Boston. 25. júní 2011 14:02