Kína lögleiðir afurðir tígrisdýra og nashyrninga Samúel Karl Ólason skrifar 30. október 2018 10:16 Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Getty/Chris Minihane Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018 Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Yfirvöld Kína hafa ákveðið að lögleiða notkun afurða sem unnar eru úr tígrisdýrum og nashyrningum. Báðar þessar dýrategundir eru í mikilli útrýmingarhættu og dýraverndunarsinnar segja ákvörðunina setja þær í mikla hættu. Nýju lögin heimila þó eingöngu notkun afurða úr dýrum sem eru ræktuð. Í yfirlýsingu frá ríkisráði Kína segir að afurðirnar megi eingöngu nota í rannsóknar- og lækningaskyni. „Mulin horn nashyrninga og bein dauðra tígrisdýra má eingöngu nota á sjúkrahúsum af viðurkenndum læknum í hefðbundnum kínverskum læknavísindum,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að aðilum sem komi að ólöglegum viðskiptum afurðanna verði refsað harðlega. Með þessu eru yfirvöld Kína að fella niður bann við notkun þessara afurða sem sett var á árið 1993. Því hefur lengi verið trúað í Kína að afurðir þessar hafi mikinn lækningarmátt. CNN bendir þó á að árið 2010 hafi heimssamtök kínverskra læknavísinda gefið út yfirlýsingu um að engar sannanir væru fyrir því. Aukin eftirspurn eftir nashyrningahornum í Kína og annarsstaðar í suðaustur-Asíu hefur leitt til mikils veiðiþjófnaðar í Afríku. Þá fer umfangsmikil ræktun tígrisdýra fram í Kína. Sú ræktun hefur færst í aukana á sama tíma og viltum tígrisdýrum hefur fækkað. World Wildlife Fund hefur kallað eftir því að Kínverjar taki áðurnefnt bann aftur upp og samtökin segja það einkar mikilvægt varðandi verndun dýrategundanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að ákvörðunin muni hafa hræðilegar afleiðingar.As China announces new regulations authorising trade in tiger parts from captive facilities, @AFPgraphics looks at the growth of captive tiger populations pic.twitter.com/PToqwcXJ0P— AFP news agency (@AFP) October 30, 2018
Dýr Tengdar fréttir Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19 Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40 Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45 Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59 Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38 Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46 Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Erlent Fleiri fréttir Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Sjá meira
Fundu hræ um 90 afríkufíla í Botsvana Dýraverndunarsamtökin Elephants Without Borders hafa fundið hræ 87 afríkufíla í Botsvana. Botsvana hefur tekið hart á veiðiþjófnaði í gegnum tíðina. Nýkjörinn forseti hefur þó dregið úr aðgerðunum. 3. september 2018 21:19
Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. 5. júlí 2018 18:40
Þveröfugar afleiðingar verndaraðgerða Afurðir veiðiþjófnaðar eru gífurlega eftirsóttar en áætlað er að veltan á markaðnum sé um 15 milljarðar punda á ári eða tæpar tvær billjónir íslenskra króna. 6. mars 2017 07:45
Lögðu hald á 168 kíló af nashyrningahornum Komið var í veg fyrir tvær umfangsmiklar smygltilraunir í Asíu í dag. 14. mars 2017 18:59
Síðasta karldýr tegundarinnar dautt Nashyrningurinn Súdan, sem var orðinn 45 ára gamall, var svæfður í gær. 20. mars 2018 08:38
Aldrei fleiri nashyrningar drepnir í Afríku 1.312 nashyrningar voru drepnir í Afríku á síðasta ári. 26. janúar 2016 13:46
Saga hornin af nashyrningum þeim til varnar Starfsmenn dýragarðs í Tékklandi taka enga áhættu. 21. mars 2017 15:51