KSÍ hefur þegið boð kínverska knattspyrnusambandsins um að leika á fjögurra liða móti skipað leikmönnum U21 karla í nóvember. Þetta kemur fram á vef sambandsins í dag.
Þar mun liðið mæta Kína, Tælandi og Mexíkó, en leikið er í Chongqing í Kína.
Ísland mætir Mexíkó 15.nóvember næstkomandi og tveimur dögum síðar leika strákarnir gegn heimamönnum. Síðasti leikur æfingamótsins er svo gegn Tælandi þann 19.nóvember.
U21 árs landsliðinu boðið til Kína
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




