Svívirða kjartan hreinn Njálsson skrifar 30. október 2018 07:15 Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt.“ Þetta sagði Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í frétt Fréttablaðsins í gær um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um að leyfa þungunarrof að 22. viku meðgöngu. Það er hollt að eiga stöðugt og uppbyggjandi samtal um þungunarrof. Fóstureyðingar hafa verið hluti af okkar samfélagi í 80 ár. Þær eru og verða hluti af samfélagsgerð okkar. En verði umræðan um þetta mikilvæga mál háð úr skotgröfunum og á forsendum upphrópana, þá er hún dauðadæmd. Það að einhver manneskja þurfi að taka slíka ákvörðun er hörmulegt og að baki geta legið margþættar ástæður; félagslegar, læknisfræðilegar, og persónulegar. En það ber vott um mikið skilningsleysi á aðstæðum þessara kvenna að tala um að ákvörðunin sé tekin „bara því henni datt það í hug“. Í orðum þingmannsins er að finna það viðhorf til sjálfsákvörðunarréttar verðandi mæðra sem blasir við eftir að vanþekking, vanvirðing og forneskjuleg og úrsérgengin viðhorf hafa verið soðin niður í það sótsvarta gall sem oft á tíðum einkennir alla umræðu um þungunarrof. Örfá tilfelli á ári, teljandi á fingrum annarrar handar, koma upp þar sem verðandi móðir, gengin 22 vikur, óskar þess að þungun verði rofin. Hingað til, undir núverandi og úreltum lögum, hafa þessar konur þurft að leita út fyrir landsteinana til að fá vilja sínum framgengt. Ekki er að sjá í þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið að þungunarrof sé frekar gert síðar á meðgöngu með víðari tímaramma. Á öllum Norðurlöndunum eru 90 prósent þungunarrofa framkvæmd fyrir lok 12. viku og í kringum eitt prósent eru gerð eftir 16. viku. Í fyrirhuguðu frumvarpi heilbrigðisráðherra verður höfuðáhersla lögð á þennan sjálfsákvörðunarrétt. Vilji verðandi móður ræður og gildir einu hvaða ástæður liggja að baki ákvörðuninni. Og það er þessi ákvörðun sem skiptir mestu. Samfélagið, ríkjandi viðhorf eða fordæming annarra má ekki bera sjálfsákvörðunarréttinn ofurliði. Frumvarpið virðist taka mið af fjölmörgum athugasemdum fæðingarlækna, kvensjúkdómalækna, hjúkrunarfræðinga og fleiri sérfræðinga sem ítrekuðu í athugasemdum sínum við frumvarpið í sinni upprunalegu mynd að skynsamlegast sé að setja mörkin við 22. viku vegna þess að mörg alvarleg frávik eru ekki greinanleg fyrr en eftir 18. viku. Að þeirra mati er það heppilegast að verðandi mæður og foreldrar fái sem besta mynd af stöðu mála áður en ákvörðun er tekin. Það er eðlilegt og skynsamlegt viðhorf sem sæmir upplýstu og skilningsríku samfélagi. Í stað þess að fordæma ættum við að freista þess að skilja ástæðu ákvörðunarinnar um þungunarrof. Segir hún mögulega meira um það hvernig við lítum á fötlun og hugsum um þá sem sem stríða við langvinn og mikil veikindi í samfélagi okkar, heldur en um ágæti einstaklingsins sem tekur hina erfiðu ákvörðun? Gleymum ekki því umhverfi sem ákvörðunin er tekin í.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun